Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 80

Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 80
 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Samkór Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika í Digraneskirkju í dag og á morgun og hefjast tón- leikarnir kl. 17 báða dagana. Dag- skráin er afar metnaðarfull og er stærstur hluti tónleikanna tileink- aður tónskáldinu Mozart. Ásamt kórnum kemur fram fjölskipuð kammersveit og einsöngvarar, ásamt píanóundirleikara. Samkórinn er 50 manna blandað- ur kór. Kammersveitina skipa tíu hljóðfæraleikarar undir forystu Hjörleifs Valssonar. Einsöngvarar eru fjórir, Margrét Sigurðardóttir, Ása Fanney Gestsdóttir, Bragi Bergþórsson og Hrólfur Sæmunds- son. Píanóundirleikari er Antonía Hevesi. Meðal verka á tónleikunum eru Ave Verum Corpus, Laudate Dom- inum og Missa Brevis et Solemnis – Spörfuglsmessan – eftir Mozart, Kópavogslagið „Hér á ég heima“ eftir Þóru Marteinsdóttur í nýrri útsendingu fyrir blandaðan kór, Lacrimosa úr Requiem eftir Karl Jenkins, sem hefur ekki verið flutt hérlendis áður, og tveir kaflar úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Einnig verða flutt verk sem kórfé- lagar hafa sjálfir valið. Stjórnandi Samkórsins er Björn Thorarensen. - vþ Tónleikar helgaðir Mozart SAMKÓR KÓPAVOGS Flytur metnaðarfulla söngdagskrá á tónleikum í dag og á morgun. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands býður upp á sannkallaða tónlistar- veislu á morgun kl. 16 þegar hún kemur fram ásamt nemendum og kennurum Tónlistarskólans á Akureyri í íþróttahúsi Glerár- skóla. Efnisskráin er fjölbreytt, en á henni má meðal annars finna Sverðdansinn eftir A. Khachaturi- an, svítu úr Carmen eftir G. Bizet, þætti úr svítu eftir I. Stravinsky og trompetkonsert eftir J. Haydn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa lengi átt afar farsælt sam- starf og síðastliðin þrjú ár hefur hljómsveitin helgað eina tónleika á ári samstarfi þessara stofnana, þar sem nemendur skólans spila með í hljómsveitinni og einleikar- ar koma úr röðum fyrrverandi nemenda skólans. Einleikari að þessu sinni er trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson sem um þessar mund- ir er að ljúka mastersnámi frá Síbelíusarakademíunni í Helsinki. Vilhjálmur lærði á trompet við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskólann á Akur- eyri til ársins 2000. Hann lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík vorið 2003. Framhaldsnám stundaði hann við Tónlistarháskólann í Ósló og lauk þaðan cand. mag-prófi vorið 2005. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. - vþ Blásið til stórtónleika VILHJÁLMUR INGI SIGURÐARSON Ungur og upprennandi trompetleikari. Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2008 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2001. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 7.5 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir verða veittir. Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil. Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 13. júní næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2008. Umsóknir merktar styrktar- sjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600. Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ÞRJÁR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÁST FIMMTUDAGUR 17. APRÍL KL. 20 VORVÍSUR SÖNGSYSTRA. KVENNAKÓR KÓPAVOGS. LAUGARDAGUR 19. APRÍL KL. 16 SÖNGTÓNLEIKAR TÓNÓ RVÍK. RANNVEIG KÁRADÓTTIR SÓPRAN. LAUG. 19. APRÍL KL. 21. HVERS VIRÐI ER ÉG? NÝR GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR. UPPSELT Á FYRSTU FJÓRAR SÝNINGAR. LAUSIR MIÐAR SUNNUDAGUR 20. APRÍL KL. 16 TÓNSMÍÐATÓNLEIKAR LHÍ ÓTTAR SÆMUNDSSEN OG VALENTINA KAY. MÁNUDAGUR 21. APRÍL KL. 20 SELLÓTÓNLEIKAR LHÍ ÞORGERÐUR EDDA HALL. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL KL. 20 TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS HELGA ÞÓRA BJÖRGVINSD. OG KRISTINN ÖRN KRISTINSSON. Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Þar sem sögueyjan rís... Ritþing með Einari Kárasyni Verið velkomin laugardaginn 19. apríl kl. 13:30 - 16:00. KK og Karl Guðmundsson leikari koma fram á þinginu. Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar mun spila í móttökunni eftir þingið. Ókeypis aðgangur! Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Sjö landa sýn - María Loftsdóttir Síðasta sýningarhelgi! Vatnslitastemmningar frá ferðalögum listakonunnar um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. Listakonan verður með leiðsögn sunnudaginn 20. apríl kl. 15. Hið breiða holt Síðasta sýningarhelgi! Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.