Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 88
60 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Toppbarátta N1-deildar kvenna í handbolta opnaðist upp á gátt eftir að Valsstúlkur báru sigurorð af Framstúlkum í fyrra- kvöld. Núna geta þrjú lið tölfræðilega orðið Íslandsmeistarar, Fram, Valur og Stjarnan. Fram er sem fyrr á toppnum með 39 stig og á einn leik eftir gegn FH, þá kemur Valur með 36 stig og á tvo leiki eftir og Stjarnan fylgir þar fast á eftir með 35 stig og á þrjá leiki eftir, en Valur og Stjarnan mætast einmitt í lokaumferðinni 3. maí næstkomandi. Fram og Valur þurfa bæði að klára sína leiki og treysta svo á önnur lið til þess að vinna deildina en Stjarnan verður Íslands- meistari sigri það þá þrjá leiki sem liðið á eftir, vegna betri innbyrðis stöðu gegn Fram. Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var þó hinn rólegasti yfir stöðu mála þegar Fréttablaðið heyrði hljóðið í honum í gær. „Við eigum þrjá erfiða leiki eftir og þurfum að vinna þá alla til þess að vinna deildina, það er því enn langt í land og ekkert í hendi enn. Það er því best að segja sem allra minnst um þetta í augnablikinu,“ sagði Aðalsteinn sem hrósar Stjörnustúlkunum í hástert fyrir framgöngu þeirra í vetur. „Það hefur náttúrulega mikið gengið á í herbúðum okkar í vetur með banninu sem ég fór í og meiðslum lykilleik- manna, og það er ánægjulegt að sjá hvernig stelpurnar hafa þjappað sér saman og komið sér í þá stöðu að vera enn með í baráttunni um titilinn. Þær hafa lagt mikið á sig á æfingum og í leikjum, vonandi heldur það bara áfram og við sjáum til hverju það skilar okkur,“ sagði Aðalsteinn sem lendir í sérkennilegri stöðu í dag þegar Stjarnan heimsækir Fylki, en hann hefur samið við Árbæjarliðið til þriggja ára og tekur við liðinu eftir tímabilið í ár. „Það er vitanlega óþægileg staða að vera búinn að semja við eitt félag og vera enn að starfa fyrir annað þegar þau mætast en svona er þetta bara,“ sagði Aðal- steinn, sem hvatti að lokum alla handboltaáhugamenn til þess að mæta á völlinn og standa við bakið á sínum liðum á lokasprettinum í deildinni. AÐALSTEINN REYNIR EYJÓLFSSON: HELDUR RÓ SINNI ÞÓTT STJARNAN SÉ KOMIN Í BÍLSTJÓRASÆTI N1-DEILDAR KVENNA Best að segja sem allra minnst í augnablikinu > Átta liða úrslit Lengjubikars karla í dag Tveir leikir fara fram í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í dag þegar KR og ÍA mætast í Kórnum í Kópa- vogi kl. 14 og Fram fær FH í heimsókn á Framvöllinn í Safamýrinni, og hefst sá leikur einnig kl. 14. Undanúrslitaleikirnir verða svo leiknir fimmtudaginn 24. apríl og úrslitaleikurinn fimmtudaginn 1. maí. FH varð deildarbikarmeistari í fyrra annað árið í röð og í fjórða skiptið á síðustu sex árum eftir 3-2 sigur gegn Val í framlengdum úrslitaleik. KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson og félagar í Snæfelli eru komnir í þriðja sinn í lokaúrslitin á fimm árum og líkt og í hin skiptin standa Keflvíkingar í vegi fyrir þeim og fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. „Við höfum ekki verið nógu sterkir til þess að klára þetta und- anfarin ár. Ég held að við séum betri en við höfum verið þessi ár sem við höfum verið að detta út,“ segir Hlynur, sem er klár í Kefl- víkingana. „Þó að við höfum unnið þá í úrslitakeppninni í fyrra skipti sú sería ekki jafn miklu máli og þegar þeir unnu okkur. Ég hræðist það þó ekkert að við höfum tapað fyrir þeim tvisvar því það eru nýir menn í báðum liðum,“ segir Hlyn- ur en Snæfell tapaði báðum úrslitaeinvígjunum 3-1 vorin 2004 og 2005. „Þeir voru með frábært lið, voru líka bæði árin með heilsteyptara lið og búnir að spila lengur saman. Mér finnst það vera okkar helsti kostur í dag. Nú erum við búnir að vera lengi saman,” segir Hlynur. Snæfell hefur komist í alla úrslita- leiki í vetur og á möguleika á að vinna þrefalt þrátt fyrir að liðið hafi aðeins endað í fimmta sæti í deildinni. „Við erum búnir að klára marga stóra leiki í vetur,“ segir Hlynur en til þess að vinna titilinn þarf liðið að vinna í Keflavík, sem tókst ekki 2004 eða 2005. „Auðvit- að þurfum við að vinna á útivelli en heimaleikina okkar verðum við að klára. Við megum ekki treysta á það að þurfa að vinna fleiri en einn leik í Keflavík. Það var það sem klikkaði á móti KR í fyrra því það var ekki seinasti leikurinn sem klikkaði heldur var það fjórði leik- urinn hérna heima,“ segir Hlynur en KR vann þá með 24 stigum í Hólminum og síðan í framlengingu í oddaleiknum í DHL-höllinni. Hlynur var frábær í undanúr- slitaeinvíginu á móti Grindavík og tók meðal annars 37 fráköstum meira en næsti maður. „Ég var sáttur með mig í einvíginu á móti Grindavík og það var mjög gott hjá okkur að vinna Grindavík 3-1 því það er hörkugott lið,“ segir Hlynur. Hann var ekki eins sáttur við þau ummæli Friðriks Ragnars- sonar, þjálfara Grindavíkur, að hann kæmist upp með meira en aðrir. „Ég var mjög ósáttur við þessi ummæli hjá Frikka því ég legg mikla vinnu í það að spila góða vörn og reyni að forðast villuvandræði. Ég er nú ekkert brjálaður yfir þessu en fannst hann bara hafa hlaupið á sig. Ég viðurkenni það samt alveg að ég var sár að heyra svona áður en við förum að spila í lokaúrslitun- um. Auðvitað tek ég á því en þetta stenst engin rök því ekki var ég í villuvandræðum með landsliðinu og ekki í Hollandi. Það eru þá allir dómarar heimsins að reyna að halda mér inni á vellinum,“ sagði Hlynur í léttum tón. Hlynur býst við skemmtilegum leikjum á móti Keflavík. „Press- an er á öllum því það er enginn skandall þótt annað hvort liðið tapi þessarri seríu. Þessi sería gæti farið 3-0 fyrir hvort liðið en eins gæti hún farið 3-2 fyrir hvort liðið. Hún verður heldur ekki búin þó að við vinnum fyrstu tvo eða að þeir vinni fyrstu tvo,“ segir Hlynur og bætir við: „Við erum sæmilega rólegir fyrir leikinn á morgun og vitum að þessi sería er ekkert að fara að klárast á morgun sama hvernig fer. Þetta voru allt góðir leikir við þá í vetur en ég held að þeir hafi allir unnist á 2 til 3 stigum. Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim hérna heima fyrir áramót. Þetta voru mjög skemmtilegir leikir eins og alltaf á móti Keflavík og þeir voru allir jafnir fram á sein- ustu sekúndu,“ segir Hlynur. Hann segist vera búinn að bíða lengi eftir að handleika Íslands- meistarabikarinn. „Mig langar mikið að vinna þennan titil og finnst vera kom- inn tími á það. Ég er búinn að leggja mikið á mig í gegnum tíð- ina eins og við allir í Snæfellslið- inu. Ég er orðinn virkilega hungr- aður í titilinn,“ sagði Hlynur að lokum. Fyrsti leikur Keflavíkur og Snæfells fer fram klukkan 16 í dag í Toyota-höllinni í Keflavík. ooj@frettabladid.is Orðinn virkilega hungraður í titilinn Hlynur Bæringsson á enn eftir að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Þessi frábæri leikmaður fær nú þriðja tækifærið til þess að spila um titilinn ásamt félögum sínum í Snæfelli þegar þeir glíma enn á ný við Kefl- víkinga. Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 16 í dag. ÚRSLITASTUND Hlynur Bæringsson og félagar í Snæfelli mæta nú Keflvíkingum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, getur orðið fyrsti þjálf- arinn til þess að gera lið fimm sinnum að Íslandsmeisturum eftir úrslitakeppni þegar Kefl- víkingar mæta Snæfelli í lokaúr- slitunum um titilinn. Sigurður er nú mættur í sjötta sinn með sitt lið í lokaúrslitin og hefur unnið titilinn í fjögur af fimm skiptum. Vinni Keflavík þá þrjá leiki sem þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn nær Sigurður jafnframt að jafna met Friðriks Inga Rúnars- sonar yfir flesta sigurleiki í úrslita- keppni en fyrir leikinn hefur Frið- rik Ingi stjórnað liðum til sigurs í 58 leikjum á móti 55 sigrum hjá Sigurði. Sigurður vann titilinn strax á sínu fyrsta ári sem þjálfari karla- liðs Keflavíkur en liðið vann þá Grindavík 3-0 í úrslitum árið 1997. Tveimur árum síðar vann Keflavík 3-2 sigur á Njarðvíkingum í lokaúr- slitunum en í bæði þessi skipti var Friðrik Ingi Rún- arsson þjálfari andstæð- inganna. Sigurður og læri- sveinar hans áttu hins vegar engin svör árið 2002 við Njarðvíkingum, sem unnu þá í þremur leikjum. Árið eftir vann Keflavík aftur á móti 3-0 sigur á Grindavík í úrslitunum og enn á ný hafði Sigurður betur gegn Friðriki Inga Rún- arssyni sem þjálfaði þá Grindavík. Sigurður tók sér í kjölfarið eitt ár í hlé á meðan Falur Harðarson og Guðjón Skúlason gerðu þá Kefl- víkinga að Íslandsmeisturum. Sigurður kom aftur árið eftir og vann þá titilinn eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitunum. Það er ekki hægt að kvarta yfir sigurhlut- falli liða Sigurðar í lokaúrslitunum en lið hans hafa unnið 12 af 18 leikjum. Keflavíkurliðið hefur fallið út úr undanúr- slitum (2006) og átta liða úrslitum (2007) síð- ustu tvö árin en er nú komið í lokaúrslitin í þrettánda sinn í sögu félagsins. Vinni Keflavík Íslandsmeistaratitilinn verð- ur það 30. titill karla eða kvenna undir stjórn Sigurðar hjá Keflavík. Hann hefur þjálfað 8 Íslandsmeistara, 6 bikarmeistara, 10 deildar- meistara og 5 fyrirtækjabikarmeistara. - óój Siguður Ingimundarson, Þjálfari Keflavíkur, getur jafnað eitt met og bætt annað í lokaúrslitunum: Sigurður afar sigursæll í lokaúrslitum ÞEKKIR ÞETTA VEL Sigurður Ingimundarson veit manna best hvað þarf til að gera lið að Íslandsmeisturum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Í gær birtist ítarlegt viðtal við Veigar Pál Gunnarsson hjá Stabæk á norska netmiðlinum Nettavisen þar sem landsliðsmað- urinn talar um að tímabilið í ár gæti verið hans síðasta í treyju norska liðsins. „Það hafa njósnarar frá í það minnsta fjórum liðum í ensku úrvalsdeildinni og einhverjum liðum frá Ítalíu komið og horft á mig spila. Ég hef hins vegar alltaf verið svo stressaður þegar ég heyri af þessu að ég hef yfirleitt leikið frekar illa í þeim leikjum þannig að ég reyni að vera ekkert að spá allt of mikið í þetta. Ég væri samt til í að fá að reyna mig í annarri deild og það kemur í ljós hvenær það verður, kannski eftir næsta tímabil,“ sagði Veigar Páll sem hefur skorað 48 mörk í 97 leikjum fyrir Stabæk. - óþ Veigar Páll Gunnarsson: Gæti farið eftir þetta tímabil NÁ VEL SAMAN Veigar Páll og Daniel Nannskog þykja ná einstaklega vel saman með Stabæk. STABÆK/NANI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.