Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 94
66 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT 2. báru að 6. átt 8. frosts-
kemmd 9. fálm 11. tveir eins 12.
teygjudýr 14. rými 16. grískur bók-
stafur 17. áþekk 18. kk nafn 20. í röð
21. svall.
LÓÐRÉTT 1. egna 3. klafi 4. land í SA-
Asíu 5. hár 7. blóðsuga 10. mál 13.
eldur 15. tafl 16. samstæða 19. á fæti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. komu, 6. sv, 8. kal, 9. pat,
11. ll, 12. amaba, 14. pláss, 16. pí, 17.
lík, 18. ari, 20. aá, 21. rall.
LÓÐRÉTT: 1. espa, 3. ok, 4. malasía,
5. ull, 7. vampíra, 10. tal, 13. bál, 15.
skák, 16. par, 19. il.
„Fyrsti þátturinn verður sunnudaginn 11. maí, daginn
eftir fyrsta leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði
KR í fótbolta, sem hefur lokið við gerð útvarpsþátta
um hljómsveitina Ný dönsk. Verða þeir fimm talsins,
klukkutími hver, og fluttir á Rás 2.
Að sögn Gunnlaugs var aðdragandinn að þáttagerð-
inni nokkuð langur. „Ég gerði útvarpsþátt um
hljómsveitina í framhaldsskólaútvarpinu Blóminu á
Akranesi 1995. Óli Palli, útvarpsmaður á Rás 2, var
tæknimaður í þeim þætti og var að aðstoða gamla
skólann sinn. Það hefur blundað lengi í mér að
gera þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll,
og í desember síðastliðnum hitti ég hann að
máli og hann hvatti mig til að taka slaginn,“
segir Gunnlaugur, sem sér ekki eftir því. „Þetta
er búið að vera meiri vinna en ég ætlaði í fyrstu
en það hefur verið ofsalega gaman að kafa svona
djúpt ofan í þetta.“
Gunnlaugur tók viðtöl við meðlimi Ný danskr-
ar auk aðila sem hafa komið við sögu á ferli
hennar. Að auki nýtti hann sér gömul viðtöl við
sveitina við gagnaöflun sína. „Þarna er að finna
ýmislegt sem hefur ekki heyrst áður. Þarna eru
til dæmis lög á ensku sem hafa heyrst lítið
sem ekkert og aldrei komið út.“
Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Ný
danskrar segist Gunnlaugur ekki nota lög
sveitarinnar til að koma sér í gírinn fyrir
leiki. „En ég hef rætt um fótbolta við
hljómborðsleikara sveitarinnar (Jón
Ólafsson) sem er mikill Þróttari og fótbolta-
áhugamaður. Hann býr rétt hjá mér í
vesturbænum en ég held að hinir séu ekkert
sérstaklega áhugasamir um knattspyrnu.“ - fb
Fótboltamaður gerir útvarpsþætti
GUNNLAUGUR JÓNSSON Fyrirliði KR hefur gert
útvarpsþætti um hljómsveitina Ný dönsk.
NÝ DÖNSK Hljómsveitin Ný dönsk er í miklu uppá-
haldi hjá Gunnlaugi Jónssyni.
„Já, það er rétt. Þetta lag er ekki
spilað. En ég stjórna því ekki
hvort ég er spilaður eða ekki. Þeir
hljóta að vera fullfærir um að
svara því, Óli Palli og þeir á Rás
2,“ segir Bubbi Morthens.
Upp er komið sérkennilegt mál
en einn vinsælasti tónlistarmaður
landsins telur að hann sé ein-
hverra hluta vegna kominn út í
kuldann hjá Rás 2. Ný útgáfa
Bubba og Björns Jörundar á lag-
inu „Ég er kominn heim“ sem
Óðinn Valdimarsson gerði vinsælt
á 7. áratug síðustu aldar fær varla
spilun að mati Bubba. Á meðan
hljómar á Rás 2 lagið í útgáfu Sig-
urðar Guðmundssonar sem betur
er þekktur sem Siggi úr Hjálm-
um. Það lag verður að finna á
plötu hans sem væntanleg er 20.
maí. „Já, stundum er þetta þannig
að maður er ekki inni. Ég hef
verið áratugi í bransanum og hef
tekið nokkra kollhnísa á ferlinum.
Þannig að ég þekki það alveg. En,
eins og þar stendur, þá veit ég
ekki hvað veldur nú. Óli Palli ætti
að vera manna líklegastur til að
spila Bubba en ég hef orðið var
við að lagið er nánast ekkert
spilað á Rás 2,“ segir Bubbi.
Og vill meina að hann sé
ekki lengur „kominn
heim“ á Rás 2 heldur út.
„Bubbi hefur hringt í
mig nokkrum sinnum og
skilur ekkert í þessu. En ég
veit ekki hvernig ég á að
svara svona vitleysu. Þetta er
einhver mesta paranoja sem
ég hef heyrt,“ segir Ólafur Páll
Gunnarsson, tónlistarstjóri
Rásar 2. Til að gera illt
verra týndist diskur-
inn með lagi Bubba og Björns á
Rás 2 tímabundið en fannst þó
aftur. Óli Palli bendir á að sjálfur
hafi hann verið úthrópaður,
fengið ófá símtöl frá tón-
listarmönnum þar sem
hann er sakaður um að
spila ekkert annað en
Bubba. „Ég er gáttaður
á Bubba en veit að
hann meinar vel.“ Óli
Palli útskýrir að þótt
hann eigi að heita tón-
listarstjóri og leggi
drög að svo-
nefndum
„playlistum“ stöðvarinnar ráði
stjórnendur þáttanna að 60 pró-
sentum hvaða tónlist þeir spila í
sínum þáttum. Og það sé rugl að
útgáfa Bubba og Björns heyrist
ekki á Rás 2: „Í fyrsta skipti í sögu
Rásar 2 er sama lagið í mismun-
andi útgáfum á playlista.“ Tónlist-
arstjóri Rásar 2 segist reyndar
hrifnari af útgáfu Sigga í Hjálm-
um en hinnar útgáfunnar. Hún
höfði meira til sín og þeir á Rás 2
hafi verið búnir að bíða þess um
nokkurt skeið að fá lagið til spil-
unar. Og Óli Palli sendir vini
sínum Bubba, sem hann segist þó
eiga svo mikið að þakka, tóninn:
„Ég vil nota tækifærið og benda
Bubba á að það er heilmikið að
gerast í íslenskri og erlendri tón-
list og hvetja hann til að mæta á
tónleika. Því mér virðist hann
ekki hafa áhuga á neinni tónlist
nema sinni eigin og svo skjólstæð-
inga sinna hverju sinni.“
jakob@frettabladid.is
ÓLI PALLI: VEIT EKKI HVERNIG Á AÐ SVARA SVONA VITLEYSU
Bubbi kominn út á Rás 2
SMELLURINN TEKINN UPP Bubbi Morthens skilur ekki í því hvers vegna útgáfa hans
og Björns Jörunds á „Ég er kominn heim“ fær ekki spilun á Rás 2. Hér eru þeir félagar
við upptökur á laginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÓLI PALLI Er gáttað-
ur á Bubba sínum
og skilur ekki
þessa paranoju.
„Það hvín í tálknunum á einhverjum óróa-
seggjum sem hafa mig fyrir rangri sök þykir
mér,“ segir Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins. Gríðarleg ólga hefur
verið á spjallsvæði Stangveiðifélags Reykja-
víkur vegna þess að Guðni hefur valist til að
vera heiðursgestur á árshátíð félagsins sem
haldin verður 23. þessa mánaðar.
Árshátíðin er ein af helstu póstum
samkvæmislífsins á mörgum bæjum.
„Þetta líkist helst því að Banda-
ríkin heiðri Osama bin Laden,“
skrifar Jón Þór Júlíusson, einn
helsti leigutaki íslenskra
stangveiðiáa landsins. Margur
hefur tekið í sama streng og Jón Þór og eru
menn með ýmsar hugmyndir um að standa
upp og ganga út þegar Guðni tekur til máls.
Þótt Guðni sé ýmsu vanur segist hann varla
hafa séð annað eins. „Að veiðimálum og
veiðilöggjöf kom ég verulega sem ráðherra.
Og sýndi alltaf íslenska laxinum og laxveiði-
ám þá virðingu sem ég gat. Stundum er maður
hafður fyrir rangri sök og við það verður að
sitja. Mér er áskorun að fara á árshátíðina
til þeirra. þetta er eins og að glíma við
þann stóra,“ segir Guðni og ætlar ekki
að láta þetta hafa áhrif á sig. Er ekki
búinn að semja ræðuna heldur ætlar að
gera það á staðnum enda einhver
snjallasti tækifærisræðumaður
landsins. „Þetta kemur mér á óvart
því þótt ég viti að stangveiðimenn séu
skapmenn og hafi skoðanir eru þeir
sem ég þekki drenglundaðir. En
misjafn er sauður í mörgu fé.“
Jón Þór segist í samtali við Fréttablaðið
hvergi leyna skoðunum sínum og Guðni sé
ekki sinn maður, hafi staðið sig
illa sem landbúnaðarráðherra í
málefnum stangveiðimanna.
„Hann á það ekki skilið að
vera heiðursgestur. En ég hvet
þó alla til að mæta. Ég hef farið
frá því ég hafði aldur til. Í
mörgæsarbúningnum. Og læt
Guðna ekki eyðileggja það fyrir
mér.“ - jbg
Heiðursgesturinn Guðni fær kaldar kveðjur
GUÐNI ÁGÚSTSSON Hefur oft
komist í hann krappan en
aldrei séð annað eins og
óróaseggina í Stangveiði-
félagi Reykjavíkur.
Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarps-
stjóri talar frá Flórída í gegnum
netið á stöð sinni ÍNN. Hann furðar
sig á því að flugfreyjur skuli velta
verkfalli fyrir sér í miðri kreppu
en einhvern veginn veltu
menn því fyrir sér hvort
það gæti verið af því að
fljótlega þarf Ingvi Hrafn
sjálfur að
fljúga heim
á leið eins og
aðrir farfuglar.
Og Ingvi Hrafn er reyndar væntan-
legur á sunnudag en sagan segir að
hann hafi að undanförnu dansað á
sundlaugarbökkum á Flórída milli
pistla á ÍNN því kvikmyndafyrirtækið
True North mun vera að íhuga að
kaupa sig inn í sjónvarpsstöðina. Í
True North er meðal annars Leifur
Dagfinnsson, æskufélagi Björgólfs
Thors Björgólfssonar, og
sjá menn fyrir sér vax-
andi fjölmiðlaveldi með
fulltingi hans í gegnum
ÍNN-ið hans Ingva
Hrafns sem nýverið
kom stöðinni á fót með
lágmarkskostnaði
eða um 25 millj-
ónum króna.
Ýmsum þótti það sérkennilegt
kompaní sem stakk sér inn á Næsta
bar að kvöldi fimmtudags. Voru þar
komin Jón Baldvin Hannibals-
son ásamt Bryndísi konu sinni
Schram og dóttur þeirra Kolfinnu
Baldvinsdóttur auk svo Grétars
Mars Jónssonar alþingismanns
og Sverris Stormskers, tónlistar-
manns og ólíkindatóls. En þegar
nánar er að gáð eiga þau ýmislegt
sameiginlegt og voru að koma af
velheppnuðum tónleikum FTT til
heiðurs Gunnari Þórðarsyni. Ekki
aðeins er að tónlistin sameini fimm-
enningana heldur eru þau skoðana-
systkin í pólitíkinni. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
JÓN ÞÓR Guðni á ekki skilið að
vera heiðursgestur segir Jón
Þór sem hvetur þó alla til
að mæta á árshátíðina.
Margrét Gaua Magnúsdóttir
Aldur: 31 árs.
Starf: Bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði.
Fjölskylda: Bjarnabæj-
arpakkið samanstendur
af Davíð Arnari Stefáns-
syni, háskólanema og
eiginmanni, dætrunum
Björk, tíu ára og Rósu, 20 mánaða,
hundi og tveimur köttum.
Foreldrar: Magnús Kjartansson
tónlistarmaður og Sigríður K. Odds-
dóttir flugfreyja.
Búseta: Bjarnabær á Suðurgötu í
Hafnarfirði.
Stjörnumerki: Sporðdreki og
fædd á ári drekans.
Margrét Gaua mun rjúfa þögnina
og flytja lagið Sólarsömbu ásamt
föður sínum, Magnúsi Kjartanssyni, í
fyrsta sinn í tuttugu ár í vikunni.