Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 2
8 -
Lagaréttur táknar það skipulags-form, sem margskonar
félög og heilar þjóðir búa sér til, svo að samræmi geti hald-
ist, og fjölbreytt lífsstörf þróast þannig, að eitt reki sig
ekki á annars horn. F*ó það sé eigi einskorðað ákvörðunar-
starf ritsins, að gæta landslaga, né heldur, að þeim sé hlýtt,
þá vill það samt sem áður verða mönnum að sarna gagni
og vond samvizka, í þeim efnum. — En’da er enginn lög-
fræðingur, sem að því stendur.
Réttur getur táknað margt fleira í ýmsum samböndum.
En nafnið á tímaritinu táknar ekki það sama og neitt af
því, sem talið er, en hefir aftur á móti flest af því í sér
fólgið.
„Réttur“ á að tákna réttlætishugsjóniría; hann á að leita
að henni í smáu sem stóru, og svo langt, sem andlegir
kraftar hans ná til annara þjóða. Hann á að útskýra hana
fyrir lesöndunum, og hafa hana fyrir mælikvarða í öllum
málum. Rað er ennfremur hlutverk »Réttar«, að gera grein
fyrir því, hver séu hin náttúrlegu réttindi einstaklingsins, og
aftur á inóti hver séu réttindi þjóðfélagsins. Bent á það
helzta, sem styrkir alla samvinnu- o'g félagsmenning. En
til þess að geta þetta, svo nokkuð kveði að, hyggst hann
að styðjast við hugsjónir og stefnur þeirra manna, sem hann
veit vitrasta og bezta og byggja á þeim. Og að minsta kosti
vitrari og réttlátari en »vort foreldri« og gildandi jojóðfélags-
skipulag.
Hann treystir á samúð og sannfæringarþrótt þeirra manna,
sem vilja styðja hann til þessa hlutverks.
Þær dygðir skortir tilfinnanlegast á hinu opinbera þjóð-
málasviði. Flestir eru háðireigin hagsmunum, persónulegum
hagsmunum eða stéttahagsmunum — eða þrælbundnir við
stefnuskrár vissra flokka, sem fámennar »klíkur« sníða upp
aftur og aftur, eftir sínutn geðþótta og hagsmunavonum.
Sár-fáir einstaklingar eru háðir þjóðfélags-hagsmunum, eða
berjast fyrir þeim.
Blöð og tímarit geta naumast lifað á því, að túlka mál-
efnin eftir beztu sannfæringu — eða samkvæmt því, sem
réttast er og heppilegast fyrir almenning. Rau þurfa að styðj-