Réttur - 01.06.1915, Page 3
—■ ■ ■ Q —
ast við hækjur, sem eru ýmist frá stjórnmálaflokkunum, eða
þá auglýsingar kaupmanna o. fl. þ. h. — Og þykjast svo
auðviíað ekki mega flytja neitt af því, sem þessum aðilum
gæti orðið til meins. Á einhverju verður að lifa, hvað sem
sannfæringunni líður. Og svo eru ýmsir þannig gerðir,
sem til þessara starfa hafa valist, að þeir geta ekki verið
að slíta sér út á því, að grafast fyrir orsakir hlutanna; eða
leita að þeim stefnum og úrræðum, sem leysa úr vand-
kvæðunum og horfa til almenningsheilla.
Lakast er, að í raun og veru er þetta alþýðu að kenna,
samtakaleysi og taktleysi fjöldans. En það bendir aftur á
móti til þess, að það geti verið á valdi hennar að bæta úr
því.
Ef »Réttur« gæti áorkað einhverju í því efni, að augu
manna opnuðust fyrir þeirri nauðsyn, að málgögn þjóðar-
innar séu óháð hagsmunum einstaklinga og stétta — allra
annara en hennar sjálfrar — og ennfremur ként henni að
meta og kaupa þau þjóðblöð, sem vinna af sannfæringu
einungis fyrir málefni almennings — og flytja ekki annað —
þá teldi hann sig ekki hafa farið á stað til ónýtis.
Góð blöð, sem kosta mikla andans krafta, eru ekki álitin
að geta lifað, alþýða kaupi þau ekki og svo er líka óskil-
, semi á verði blaða því til fyrirstöðu. En skyldi það ekki
vera ástæðan fyrir óskilsemi alþýðu, að dagblöðin eru of
mörg og léttvæg — svo henni þykir ekki vænt um þau.
Það vil eg álíta, þangað til eg rek mig á annað.
En einstakir menn og félög mega ekki reka blaðaútgáfu
eins og atvinnugrein.
Blöðin eru einskonar skóli fyrir þjóðina og til þeirra
verður að vanda. Og helztu þjóðblöðin eiga að vera sam-
vizka hennar. En í því efni hefir algerlega á skort.
* *
*
Nú er það markmið »Réttar« að fullnægja þessum skil-
yrðum eftir föngum.
En hvernig það muni heppnast, verður engu spáð um.
f’að fer nokkuð mikið eftir viðtökum þjóðarinnar.