Réttur - 01.06.1915, Side 6
- 12
Pá fást vörur allar með sannvirdi. En sannvirði er fram-
leiðslukostnaður vörunnar. Pá fær hver sitt borgað, eftir því
sem hann hefir unnið fyrir. — Vöruskiftín ganga fyrir sér
eftir þörfum; framboð og eftirspurn standast á.
F’etta eru í örfáum dráttum, tildrög samvinnustefnunnar.
Hún grípur inn á flest svið allra jafnaðarkenninga, og ryð-
ur sér mjög mikið til rúms með ári hverju meðal annara
þjóða.
F*essar stefnur — samkepni og samhjálp — hafa báðar
mikið fylgi, hvor í sínu lagi. Og öll sönn framför er undir
því komin hvorri þeirra er fylgt — í hvaða átt sem hald-
ið er.
— Nú verða allir að hugsa sig vel um, hvorri stefnunni
þeir vilja fylgja. gömlu eða nýju. Einkum virðist það liggja
nærri yngri kynslóðinni í landinu að vera ekki lengi tví-
bent í því efni. Heldur taka saman höndum og fylkja sér
undir merki nýju stefnunnar.
Takið eftir því, sem nú mikilhæfasti stjórnmálamaður,
sem enn er uppi í heiminum, sagði (þ. e. Wilson forseti
Bandaríkjanna):
»Mig langaðí til að hinir ungu menn nýju kynslóðarinnar
yrðu sem allra ólíkastir feðrum sínum. Ekki vegna þess, að
feður þeirra skorti mannkosti, gáfur, þekking eða þjóðrækni;
heldur vegna þess, að feður þeirra, sem þegar eru komnir
á etri ár, höfðu fyrir löngu náð stöðu sinni í mannfélag-
inu, og kunnu nú ekki. lengur að byrja. F*eir voru hættir
að klifa hærra — hættir að laga mannfélagið eftir hugmynd-
um sínum.«
Kynslóðin má ekki þorna upp í áadyrkun, og ímynda
sér að öll dáð og dugnaður tilheyri fornöldinni, og það
sé því ábyrgðarminst að hjakka í sama farinu og þeir.
Hún verður að tileinka sér aðrar lífsskoðanir, hugsa sér
fegri gullöld í fraintíðinni. Byggja sér grundvallarskoðanir,
sem stjórni öllum tillögum og þátttöku einstaklinganna í
þjóðfélagsmálum.
F’að verður því að byrja á að fræða — kynna þjóðinni þau
málefni, sem horfa til viðreisnar — gegnum blöð og tíma-