Réttur - 01.06.1915, Side 7
- 13 -
rit. Og veita straumunum inn í Ungmennafélögin. Þau eiga
að vera sú deigla, sem alla bræðir saman. Par eiga þeir að
ganga í skóla hver hjá öðrum. Hjá fræðslunni verður ekki
komist, hún gefur mönnum réttlætismeðvitundina.
Og án hennar þrífst enginn félagsskapur. En án félagsskap-
ar getur lífið ekki orðið annað en undirlægjulíf, eins og
undanfarin ár og aldir.-----»Velferð heildarinnar er frelsis-
merkið, sem fram á að bera.« Til þess þarf samhuga þjóð-
málaflokk um land alt.
— Pað loft, sem undanfarið hefir ríkt í þjóðmálasölun-
um, er drepandi pestnæint. Svartasti bletturinn á aliri flokka-
pólitík, sem aldrei verður af henni skafinn, er sá, að þá er
flest gert í myrkrinu. Málunum er ráðið til lykta á flokks-
fundum, innan luktra dyra; en í þingsalnum er mönnunum
leikið fram eins og peðum á taflborði.
F*að þarf ljós inn í salinn; ekki neinar grútartýrur; eigin-
girni og metnaðar, heldur menn með skýrri hugsun, ákveð-
inni sannfæring og næmri réttlœtistilfinningu. Þessar ein-
kunnir vill tímaritið skerpa hjá þjóðinni.
í þessari fyrstu kveðju sinni til þjóðarinnar vildi tímarit-
ið aðeins benda á markmiðin og viðfangsefnin, sem fyrir.
lægju, einkum yngri kynslóðinni. Hún hlýtur að halda uppi
starfinu fram að 1955. En þá, á 100 ára afmæli verzlunar-
frelsis íslendinga við allar þjóðir, á að vera eitt kaupfélag
og á öllu landinu; engin önnur verzlun. Svipað þessu mætti
til taka í fleiri atriðum, en það bíður næsta heftis.
»Réttur« heilsar kynslóðinni með þeirri ósk, að eins og
samkepnin var trúarjátning nítjándu aldarinnai*, þá stuðli
hún að þvi, að samhfálpin verði trúarjátning tuttugustu ald-
arinnar.
Pórólfur Sigurðsson,