Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 14
- 20 -
beint frá guði, og því trúa víst fáir nú. Sama er að segja
um stéttaskipunina, herbúnaðinn og ríkisskuldirnar. Alt eru
það mannasetningar og algerlega á valdi þeirra sjálfra. Og
sé orsakanna leitað í ólíkum þjóðernum og kynflokkum, þá
ber raunar enn að sama brunni. Því hvað er það, sem
skilur þjóðflokkana? Um hvað eru þeir að berjast? Eru
það ekki einkaumváb yfir einhverjum náttúrugæðum, sú að-
staða, að geta útilokað aðra frá þeim og setið einir að
þeim, eins og rándýr, sem fer einförum, af því að ekki sé
nóg rúm á jarðarhnettinum fyrir mannfólkið, eða gæði
hans og lífsskilyrði væru úttæmd, þótt reynsla og vísindi
hafi fyrir löngu sýnt, að lífsskilyrðin eru ótæmandi, og
verða því fleiri og betri, sem fólkinu fjölgar meir, ef þau
eru skynsamlega hagnýtt. Að lífsskilyrðin sýnast svo lítil
og þröng, kemur eingöngu af því, að mennirnir hafa ekki
enn lært að nota þau á annan hátt *en viltar rándýrahjarðir
gera, en ekki rpeð samhjálp og friði. Pað liggur því ein-
göngu í heimskulegum mannasetningum, öfugu skipulagi,
en ekki í óviðráðanlegum lögum náttúrunnar og lífsins.
Oeti mennirnir séð þetta, og sannfærst um það, þá fyrst
verður stríðinu útrýmt úr mannlífinu, en fyrri ekki, því þá
eru þess sönnu orsakir fundnar og viðurkendar; þá" hætta
menn að skella skuldinni á guð almáttugan og heya stríð
í hans nafni; þá fellur sú vitlausa kenning um sjálfa sig,
að guð sé sá, sem gerir fátækan og ríkan, voldugan og
vesælan.
* *
*
Oss hlýtur annars að blöskra sú villumennska og þær
óskiljanlegu mótsagnir, sem brjótast út í þessum hernaði.
Algert skeytingarleysi um líf einstaklinganna, dauða þeirra
og kvalir, við hliðina á innilegustu umhyggju fyrir þeim,
hjúkrun og hluttekningu í kjörum þeirra. Algert skeytingar-
leysi um, og jafnvel ásókn eftir eyðileggingu hinna fegurstu
og dýrustu mannvirkja og listaverka, á hlið við dýrkun
fegurðar og fullkomnunar; grimdin og miskunarleysið á
hlið við prédikun hinna háleitustu hugsjóna um bræðralag