Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 17
- 23
og afnota, til þess að framfleyta lífinu á. Það er sérrétt-
inda og útilokunarskipulagið, sem ekkert á skilt við virki-
legt réttlæti, jafnrétti, mannúð og mannfrelsi, eða nokkur
þau grundvallaratriði þess siðalögmáls, sem mennirnir þó í
orði kveðnu viðurkenna og þykjast fylgja.
Petta er hin sanna og dýpsta orsök stríðsins.
* *
*
Við þessar íhuganir um orsakir stríðsins, getum vér ekki
komist hjá að gera samanburð milli atferlis þjóðanna í stríð-
inu, lífsreglnanna, sem þar er fylgt, og breytni manna og
lífsreglna í hinu svokallaða borgaralega félagslífi á friðartím-
um. Og hljótum vér þá ekki að viðurkenna, að einnig þar
erum vér ekki komnir lengra í siðmenningu en svo, að þar
gildir aðeins vopnaður friður? Vér játum, að þar eigi full-
komið réttlæti og jafnrétti að ráða, og vér þykjumst fylgja
þeirri lífsreglu. En munu nú ekki einnig þar eiga sér stað
hinar sömu sjónvillur um réttlætisstikuna? Er ekki einnig
þar orustuvöllur, þótt ekki sé þar beitt falibyssum og
sprengitólum ? Er ekki einnig þar háð sffelt stríð, fult af
ranglæti og ofbeldisverkum, stríð milli stétta og einstak-
linga, stríð um réttindi og sérréttindi, stríð um náttúrugæð-
in og lífsþægindin, stríð um völd og virðingar, stríð milli
auðs og örbirgðar, einmitt hið sama, sem þjóðirnar eru að
berjast um á vígvellinum. Og þetta er eðlilegt, því það er
einmitt hið borgaralega skipulag, lífsreglurnar, sem eru or-
sakir alls stríðs manna og þjóða milli, sú lífsregla, að hver
lifi á öðrum, hver á annars eymd og útilokun, en ekki í
samhjálp, sú Iffsregla, að mennirnir berjist innbyrðis um
lífsskilyrðin, en ekki í samhjálp við náttúruöflin. Þessi lífs-
regla hlytur ætíð og alstaðar að kljúfa mannfólkið í stríð-
andi og hatandi kynþætti, þjóðflokka, stéttir og einstak-
linga; hún er rót og orsök hins eilífa stríðs, sem háð hefir
verið á öllum svæðum og stigum mannlífsins; hún er and-
stæða bræðralags og kærleiks hugsjónanna, hún er frumor-
sök þess, sem mannkynssagan ber svo ömurlegan vott um,
að hversu glæsilegar menningaröldur sem risið hafa á yf-