Réttur - 01.06.1915, Page 24
- 30 -
hugsjónalaust mannlíf, og þróun þess, er óhugsandi. Vér
höfum því að eins um tvent að velja, annað hvort að ör-
vænta um framhald siðmenningarinnar, um þróun og sigur
þess siðagrundvallar, sem vér höfum talið að menning vor
væri bygð á, og liggur þá ekki annað fyrir framan en aft-
urhvarf til villimensku, eða vér hljótum að treysta því og
trúa, að eftir þetta ragnarökkur rísi ný jörð og nýrhiminn,-
nýjar hugsjónir með nýju lífsgildi, nýjar kröfur og nýjar lífs-
reglur, nýtt mat vorrar andlegu og siðlegu auðlegðar, og
endurskoðun þeirra lífsreglna, sem menningarþjóðirnar hing-
að til hafa fylgt, og nú hafa leitt þessar hörmungar yfir
þær, keyrt þær út í slíka heimsku og fólsku. Ogvérgetum
varla verið í vafa um, hvað verða muni ofan á, þegar vér
gætum þess, hversu margir framsýnir og góðir menn hafa
séð þetta fyrir, og bent á, að endurskoðun lífsreglnanna
og endurfæðing hugsjónanna væri óhjákvæmilegt skilyrði
fyrir óslitinni þróun siðmenningarinnar. Vér getum ekki
annað en vonað það, og treyst því, að siðmenning Evrópu
sé, þrátt fyrir þetta æðiskast, komin á það stig, að hún
geti ekki hrapað til baka aftur, niður í viilimensku og bar-
bariskt hernaðarofbeldi.
Nú verður ekki lengur hjá endurskoðun komist; nú verða
þjóðirnar neyddar til að íhuga alvarlega lífsreglur sínar,
finna þær lífsreglur, er fyrirbygt geti slíkt endemi sem þessi
styrjöld er, en taka stefnuna eftir nýjum hugsjónum. Og
þá verður ekki komist hjá að taka til greina kröfur þeirra
manna og mannflokka, sem reynst hafa svo sannspáir um
afleiðingar þeirra lífsreglna og hugsjóna, sem hingað til
hefir verið stefnt eftir. F*að er óhugsandi annað en þessi
hryllilegu fyrirbrigði mannlífsins knýi þjóðirnar til meiri
lífsalvöru, losi þær við nokkuð af því sjálfstáli, yfirdrepskap
og hégóma, sem ekkert lífsgildi hefir, en spilt hefir menn-
ingu vorri, vilt oss í farsældarleit vorri, og fylt líf og sál
af hégómaönnum og tildri, sem byrgt hefir fyrir andlega
útsýn vora, gert oss þröngsýna, eigingjarna og óréttláta, og
svift oss hæfileikum til þeirrar al-lífsmeðvitundar, sem er