Réttur - 01.06.1915, Side 28
- 34 -
sumar stéttir vilja ekki að sannindi, sem eru þeim í óhag,
verði viðurkend, því að af þeirri viðurkenningu mundi leiða
takmörkun gamalla forréttinda. F*ar sem þarf að vernda því-
líka stéttahagsmuni er ekki sparað að hafa á ferli nokkurs-
konar vísindalega kolkrabba til að grugga leiðina og villa
sýn. En einmitt þessi staðreynd, að nú þykjast vinna að
rannsókn félagsmálanna mjög margir þeir menn, sem í raun
og veru leita ekki sannleikans, heldur reyna að fela hann
til að bjarga fornu misrétti frá bráðum bana, gefur von um
að smátt og smátt takist að greina úlfana frá hjörðinni og
starfa að sannleiksleit í félagsmálum með sömu óhlutdrægni
og nú er gert í þeim vísindum, er snerta dauðu náttúruna.
Pá mun heldur ekki þurfa að kvíða því, að félagsfræðín
verði hálli undir fæti heldur en aðrar fræðigreinar.
Pað efni, sem hér er tekið til meðferðar, er eitt hið mesta
þrætuepli meðal auðfræðinga og hefir verið það um langa
hríð. Viðfangsefnið er að útskýra verð hlutanna, af hverju
verð þeirra stafar, og hverjum lögum það er háð. Og út-
skýringarnar eru aðallega tvær. Annarsvegar eru auðmenn
og þeirra fylgifiskar. Peir segja, að mannlegur vilji gefi
hlutunum verð og hafa myndað hina alkunnu setningu um
framboð og eftirspurn. Hinsvegar eru jafnaðarmenn. Peir
segja, að það sé vinnan, sem skapar verð hlutanna. Og
þeir neita því þverlega, að kenningin um framboð og eft-
irspurn sé frambærileg fullnaðarskýring á verðgildi hluta.
Hér er því verkefnið, það að skýra frá báðum þessum
kenningum, og síðan að leitast við að meta þær og að
greina sannindin frá umbúðum stéttahleypidómanna. Skal
þá fyrst tekin kenning auðvaldssinna. Hún er kend við
flestalla háskóla um víða veröld, og gegnsýrir þess vegna
meginþorra allra auðfræðisrita, sem til eru. Á íslensku má
best fræðast um þessa kenningu í Viðskiftafræði Jóns Ól-
afssonar, sem kend hefir verið í Verslunarskólanum und-
anfarin ár. Hr. Jón Ólafsson byggir bók sína á kenningum
nafnkends erlends auðfræðings, er uppi var á öldinni sem
]eið. Peirri hlið málsins er þvi best komið með að tilfæra
hér skýring hr. Jóns Ólafssonar. Hann segir, að það sé