Réttur - 01.06.1915, Side 37
|arðvegurinn.
Búnaðarvísindin fræða öss um það, hve nauðsynlegt er
að þekkja jarðveginn, sem í er sáð, þegar rækta skal plönt-
ur til gagns og gleði, þau gera ályktanir um eðli hans og
umbætur og sýna fram á misjöfn skilyrði til ræktunar, svo
að Ijóst verður, að sama plantan þrífst ekki í öllum jarð-
vegi.
Á þekkingunni á jarðveginum og eðlissambandi milli hans
og plöntunnar byggist því öll skynsamleg ræktun landsins.
Líkt er því varið með menningarstefnur og hugsjóna-
mál í lífi mannanna. Bau eru svipuðum lögum háð. Stefn-
ur og hugsjónir spretta fyrst eins og frækorn, sem falla af
knappi og felast í jarðvegi mannsandans um lengri eða
skemmri tíma, unz þau taka að þróast, þegar skilyrðin eru
fengin, verða að hávöxnum meiði og bera ávexti til gagns
og gæfu. Stundum falla þessi frækorn að húsabaki í ríki
andans, ef svo mætti að orði kveða, eða uppi í afdölum
eða frammi á útskerjum, þar sem fásinnið býr. Par á hug-
sjónagróðurinn löngum ervitt uppdráttar, því fáir eru til að
hirða akurinn og bæta jarðveginn og hlúa að aumingja
einstæðingsplöntunum. Líður því oft á löngu, að ávöxtur
komi í Ijós. Stundum falla frækornin á góðum stað, að því
er virðist. En þó bregzt gróðurinn, því eitthvað vantar í
jarðveginn, s?m nauðsyn er á, og enginn er viðlátinn að
bæta úr þörfinni um sinn. En stundum falla þessi frækorn
lika í frjóa jörð við þjóðvegi andans, þar sem skilyrðin eru
góð, og margar hendur, bæði sjálfrátt og ósjálírátt, hjálpa