Réttur - 01.06.1915, Page 48
Gull, silfur og pappír.
Vöruskiftaverslun er, eins og allir víta, elsta verslunar-
fyrirkomulagið. Nú er henni bölvað niður fyrir allar hellur,
og jafnvel stundum meira en hún á skilið, því að þegar
tveir menn framleiða sína vöruna hvor, þurfa^hvor annars
vöru,' og ná saman milliliðalaust, er lang eðlilegast, að þeir
hafi vöruskifti. En venjulega er viðskiftaleiðin lengri og
krókóttari, svo að vöruskiftaverslunin vill verða erfið og
kostnaðarsöm. Til að bæta nokkuð úr því, hafa menn fund-
ið upp að nota gjaldmiðil í verslun. Til þess var valin vara
eða vörur, sem voru þægilegar í flutningi, höfðu nokkurn-
veginn stöðugt verðgildi og var lítið hætt við rýrnun eða
skemdum. Hinir svo kölluðu góðmálmar: gull og silfur,
hafa þótt svara best þessum kröfum. Þeir hafa verið grafn-
ir úr jörðu með súrum sveita, mótaðir í peningasmiðjum
ríkjanna, og hafa svo gengið mann frá manni, sem ávísun
á verðgildi sitt í hverri annari vöru eða vinnukrafti, eftir
þörfum handhafa.
Nú vita það allir menn, að gull og silfurpeningar eru
þungir, að verðgildi þeirra breytist — í hlutfalli við annað,
sem gengur kaupum og sölum — og að þeir rýrna —
slitna'— við brúkun. Með öðrum orðum: að þeir hafa
alla þá galla, sem reynt var að forðast, og einn hafa þeir
í viðbót, og hann er lang verstur: Peir eru dýrir. Fjöldi
manna vinnur að framleiðslu gjaldmiðilsvörunnar, og væri
öllu því afli betur varið til annars, ef unt væri að nota ó-
dýrari gjaldmiðil. Verslun með gull og siifurpeninga er í
rauninni vöruskiftaverslun, að mörgu leyti þægilegri en