Réttur - 01.06.1915, Page 50
- 56 -
að óþörfu, og gjalda vexti af nafnverði hans, og ef menn
svo þar á ofan eru máske hræddir um, að útgefandi verði
gjaldþrota, verður afleiðingin sú, að menn fara að gefa
minna af vörum fyrir seðlana en áður og minna fyrir seðla
en fyrir gull með sama nafnverði, og það getur rekið svo
langt, að seðlarnir verði sama sem einskis virði. Það er
þessi hætta, sem menn óttast, og vilja þvi geta fengið hjá
útgefanda gull fyrir seðlana með fullu nafnverði, hvenær
sem vera skal, því að gullið er altaf í nokkuð háu verði,
þótt verðgildi þess sé ekki óumbreytanlegt.
Nú hefir »Landsbanki íslands« gefið út seðla, sem hann
er ekki skyldur að innleysa með gulli, og þeir ganga ó-
hikað sem gjaldmiðill meðal landsmanna í fullu trausti þess,
að ekki verði gefið út meira af seðlum en nauðsynlegt er
að hafa sem gjaldmiðil og að Landsbankinn — Landsjóð-
ur, landið, þjóðin — geti.ávalt goldið þá nafnverði sínu í
sannri eign, og verði þeir því jafnan fullvægir í viðskiftum.
Landsbankinn hefir nú vitanlega haft stórmikinn hag af
seðlaútgáfunni og landið um leið, þar eð það á bankann.
Hefði seðlafúlgan verið gulltrygð að hálfu, hefði ágóðinn
aðeins orðið hálfur og þó minni, því að annar kostnaðiy
hefði orðið svipaður, en hefði Landsbankinn gefið út í ó-
gulltrygðum seðlum alla þá peninga, sem landsmenn þurftu
til innanlandsviðskifta, hefði ágóðinn orðið drjúgum meiri.
Þetta getur nú líklega gengið þannig, meðan Landsbank-
inn bregst ekki trausti landsmanna, og það er á ábyrgð
Iandsins — þingsins —, að hann geri það ekki.
Pannig gæti og ætti hvert ríki að gefa út ógulltrygða
seðla, og láta þá ganga sem gjaldmiðil í innanlandsvið-
skiftum og gefa aldrei né selja seðlaútgáfuréttinn. Pá nyti
ríkissjóður — ríkið — vaxtanna af mestum þeim pening-
um, sem landsmenn vilja hafa í veltunni. Pá mætti að mestu
spara þann feikna kostnað, sem af peningasláttu og gull-
tryggingu leiðir. En þess yrði ávalt að gæta, að gefa ekki
út meira af seðlum, en landsmenn vildu borga nafnverði.
Nú viljum við hafa viðskifti við aðrar þjóðir, og höfum
þá fulla þörf fyrir gjaldmiðil, sem þær taka gildan. Fremur