Réttur - 01.06.1915, Síða 56
- 62 —
II. Ættjarðarást.
Ungur bóndi, einn af frömuðum ungmennafélagsskapar-
ins og formaður í ungmennafélagi sveitar sinnar, nýlega
búinn að taka við föðurleifð sinni til ábúðar, hélt á einum
fundi félags síns mjög skáldiega og hjartnæma ræðu um
ættjarðarást, og sérstaklega um þá skyldu, sem hvíldi á
hverju mannsbarni í landinu, að rækta það og prýða, opna
auðsuppsprettur þess, og gera það að sælubústað fyrir
millíónir manna. Talaði hann háfleygum orðum um gróðr-
armagnið, sem svæfi í hverri þúfu landsins, og biði þess
aðeins að mannvitið og mannshöndin leysti það úr álög-
um. Loks dró hann upp fyrir hugskotsaugu áheyrendanna
framtíðarmynd af landinu með alræktaða dali og strendur,
með óslitið samtýni og býli við býli, en skógi vaxnar hlíð-
ar o. s. frv. Ræðan þótti með afbrigðum góð og fögur og
var launuð með glymjandi lófaklappi.
Einn af áheyrendum var nýgiftur vinnumaður, sem lang-
aði mjög til að fara að búa í sveitinni sinni, en gat ekk-
ert jarðnæði fengið, og allra síst við sitt hæfi. Hann hafði
því nauðugur ráðgert að fara til Ameríku eða flytja í kaup-
tún og gerast daglaunamaður.
Nú stóð svo á, að á föðurleifð formannsins, sem ræð-
una hélt, var eyðibýli, sem forfeður hans fyrir nálægt 50
árum höfðu lagt í eyði og undir heimajörðina. Vinnumann-
inum fannst nú að með ræðunni væri sér bent á nýjan veg
til sjálfstæðrar stöðu í sveitinni sinni, svo að hann þyrfti
ekki að flýja hana, en gæti jafnframt unnið henni og land-
inu öllu gagn. Hann fór því til ræðumannsins og bað hann
um eyðibýlið til að byggja það upp og rækta. En hver
fær lýst undrun hans, þegar þessi háfleygi hugsjónamaður
og ættjarðarvinur neitaði honum þverlega um að fá eyði-
býlið, og færði til sem ástæðu, að með því að hafa eyði-
býlið undir, gæti hann framfleytt fleiri fénaði á jörðunni,
án þess að leggja í nokkurn kostnað eða erfiðismuni til
þess að rækta og bæta jörðina. Með öðrum orðum, hon-