Réttur


Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 56

Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 56
- 62 — II. Ættjarðarást. Ungur bóndi, einn af frömuðum ungmennafélagsskapar- ins og formaður í ungmennafélagi sveitar sinnar, nýlega búinn að taka við föðurleifð sinni til ábúðar, hélt á einum fundi félags síns mjög skáldiega og hjartnæma ræðu um ættjarðarást, og sérstaklega um þá skyldu, sem hvíldi á hverju mannsbarni í landinu, að rækta það og prýða, opna auðsuppsprettur þess, og gera það að sælubústað fyrir millíónir manna. Talaði hann háfleygum orðum um gróðr- armagnið, sem svæfi í hverri þúfu landsins, og biði þess aðeins að mannvitið og mannshöndin leysti það úr álög- um. Loks dró hann upp fyrir hugskotsaugu áheyrendanna framtíðarmynd af landinu með alræktaða dali og strendur, með óslitið samtýni og býli við býli, en skógi vaxnar hlíð- ar o. s. frv. Ræðan þótti með afbrigðum góð og fögur og var launuð með glymjandi lófaklappi. Einn af áheyrendum var nýgiftur vinnumaður, sem lang- aði mjög til að fara að búa í sveitinni sinni, en gat ekk- ert jarðnæði fengið, og allra síst við sitt hæfi. Hann hafði því nauðugur ráðgert að fara til Ameríku eða flytja í kaup- tún og gerast daglaunamaður. Nú stóð svo á, að á föðurleifð formannsins, sem ræð- una hélt, var eyðibýli, sem forfeður hans fyrir nálægt 50 árum höfðu lagt í eyði og undir heimajörðina. Vinnumann- inum fannst nú að með ræðunni væri sér bent á nýjan veg til sjálfstæðrar stöðu í sveitinni sinni, svo að hann þyrfti ekki að flýja hana, en gæti jafnframt unnið henni og land- inu öllu gagn. Hann fór því til ræðumannsins og bað hann um eyðibýlið til að byggja það upp og rækta. En hver fær lýst undrun hans, þegar þessi háfleygi hugsjónamaður og ættjarðarvinur neitaði honum þverlega um að fá eyði- býlið, og færði til sem ástæðu, að með því að hafa eyði- býlið undir, gæti hann framfleytt fleiri fénaði á jörðunni, án þess að leggja í nokkurn kostnað eða erfiðismuni til þess að rækta og bæta jörðina. Með öðrum orðum, hon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.