Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 57
-6 $ -
um þótti léttara fyrir sig, að reka útpíningsbúskap á stóru
landi, en að leggja nokkuð á sig til þess að rækta og
prýða landið.
Hvernig er nú samræmið milli orða og gerða þessa
manns? Er þetta hin rétta ættjarðarást? Og er ekki sama
samræmið milli orða og verka flestra þjóðmálaskúma vorra,
jafnvel sjálfs þingsins okkar?
III. Að stækka eða smækka?
Bjartsýnir menn, sem altaf halda að heimurinn fari batn-
andi, segja, að við íslendingar séum að stækka að vexti, en
svartsýnir menn segja, að heimurinn fari versnandi, og við
séum óðum að smækka. Hvorirtveggja þykjast sjá muninn,
svo fari breytingin hratt. Nú er byrjað að mæla fólkið. Sú
aðferð á að leiða sannleikann í ljós — um síðir —. En
eg er hræddur um, að við, sem nú lifum, verðum þá komn-
ir undir græna torfu. Eg hefi því reynt — til bráðabyrgða
— að gera mér grein fyrir því, hvort líklegra er, og niður-
stöðuna set eg hér.
Mér þykir líklegast, að íslendingar — og flestar aðrar
þjóðir — séu að smækka vexti — mjög hægt —. En eg
skoða það sem framför. — Eg álít að heimurinn fari batn-
andi, þótt hægt fari.
Náttúran er hagsýn. — Ef eg væri »náttúran«, mundi eg
láta mannkynið smækka vexti. — Eg myndi gera það af
hagsýni.
Pvi 'smœrri sem skepnan er, þvi hægra veitir henni að
vinna hiutfallslega jafn mikið, að öðru jöfnu.
Hver vill hlaupa í köpp við rjúpuna þannig, að bera fæt-
urna jáfn ótt? Ekki við mennirnir — en maurinn.
Eg er viss um, að náttúran hefir engin ráð til að gera
vöðva ljónsins svo sterka, að það geti stokkið jafn margar