Réttur - 01.06.1915, Page 59
- 65 —
undir í baráttunni fyrir tilverunni, því að þegar þeir eigast
við — og auðvitað ekki síður þegar einn berst við átta —
kemur stærðin að góðu liði, samfara kröftum.
Því meir, sem félagsmyndun mannkynsins þokar átram,
því minna gildi hefir stærð og afl einstaklingsins. Það
gildi er nú stórum farið að minka. Má geta þess til að
náttúran hafi fljótt orðið þess áskynja, og af búhygni sinni
tekið að spara við mennina vöxtinn. Ef til vill mætti í því
sambandi benda á austurlandaþjóðir, þar sem þjóðfélags-
myndun er mörg þúsund ára gömul og menn smáir vexti.
Þegar mannkynið er alt orðið ein félagsheild, er einstak-
Iingurinn í raun og veru horfinn sem slíkur, og engin á-
stæða til að halda i líkamsstærðina lengur.
Hve smár verður þá maðurinn ?
Ef nokkur takmörk eru til, þá eru þau fjarri. F*að er nautn
að senda hugann á vængjum ímyndunaraflsins um óravegu
ófarinna alda, sjá manninn smækka stig af stigi og haga
lifnaðarháttunum og sannleiksleitinni eftir því. Þar opnast
þúsund og einn heimur þúsund og einnar nætur. Leik-
völlur handa mannlegu ímyndunarafli í þúsund og eitt ár.
Það er haft eftir Edison eða einhverjum vitrum manni,
að flugvélar framtíðarinnar verði bornar af mörg þúsund
vængjum, litlum og léttum eins og fiðrildavængjum.
Á léttum hugsanavængjum margra smárra heila verður
mannvitinu lyft »um þúshundruð ár upp mót sólu«.
Sigurgeir friðriksson.
IV. Þarfur þjóðfélagsborgari!
Allir erum við starfsmenn í víngarði þjóðarinnar, en
nokkuð sinn á hvern hátt og misjafnlega þarfir.
Sveitarbóndinn, sem ræktar jörðina og framleiðir búfjár-
afurðir, og sjávarbóndinn, sem dregur fiskinn úr djúpinu,
5