Réttur - 01.06.1915, Side 61
- 67 -
andi, kaupir hann aftur síldarfarm, sem hann var nýlega
búinn að selja með hagnaði, og selur hann í annað sinn,
enn hærra verði.
Þannig kaupir hann og selur oft sömu tunnurnar, og
græðir mörg þúsund krónur í hvert sinn. — Ef svo fer,
að hann sinnir eigi eftirspurninni, en bíður eftir hærri til-
boðum, og liggur svo með óseldan farm, þegar síldarskot
koma og góðafli. Pá kastar hann talsímatólinu sótsvartur
og bölvandi út af aflanum — hamingjuhnossi almennings.
Pví gróðabrall hans hefir þá misheppnast.
Þrátt fyrir þetta finst almúgamönnum sjálfsagt að lúta
gróðrabrallsmanninum, og dýrka hann, sem »guði vors
lands«.
V. Skólajarðir.
í þjóðjarðasölulögunum er kveðið svo á, að einstöku
jarðir, sem eru sérstaklega vel settar í héruðum, og lagað-
ar fyrir skólasetur, eða til annarar opinberrar starfrækslu,
skuli eigi seldar ábúendum eða einstökum mönnum til
eignar. Og það er nú gott og blessað. En hvað hefir lög-
gjöfin gert til þess að einstökum mönnum, félögum eða
héruðum væri mögulegt að fá þær hinar sömu jarðir leigð-
ar til þess að stofna þar skóla? Sérlega lítið svo eg viti til.
Nú hefir eitthvert^ hérað — eða fjölment félag í héraðinu
— ákveðið að stofna skóla á völdum stað í sveit, og hefir
sérstaklega augastað á jörð til þess, sem er landssjóðseign.
En leiguliði jarðarinnar neitar. Hann hefir lífstíðarábúð.
Annaðhvort verður þá að sætta sig við einhvern útkjálka-
skekkil eða skólahugmyndin strandar. — Hvaða vit er í
þessu fyrirkomulagi? Til hvers er að ætla ákveðnar jarðir í
sýslum fyrir skólasetur; án þess að búa svo um að þær
geti verið lausar úr ábúð, þegar óskað er eftir og til þeirra
á að taka í þessu augnamiði?
5*