Réttur - 01.06.1915, Síða 66
- 72 -
krefjast þátttöku og reyndi eftir megni að ná olbogarými í
baráttunni meðal karlmanna.
Pær hröktust út úr sínum náttúrlega verkahring, og
þegar þær hugðust að leita á nýjar leiðir, var öllum hlið-
um lokað. Þá hófst deilan. En er hún harnaði, urðu hausa-
víxl á aðferðinni Og markmiðinu sjálfu. F’að var ekki lengur
barist fyrir hamingju og réttindum heimilisins. Pvert á móti.
Þetta var herópið:
>Yfirgefum fangelsin á heimilunum, til þess að sigra
heiminnU (Perkin Gilman.)
Sú kvenréttindahreyfing greip langmest um sig, sem leið-
ir menn sífelt frá takmarkinu. Pegar kvenþjóðin brynjast
gegn karlmönnunum, til þess að standast samkeppnina, er
það áreiðanlegt, að kvenlegar gáfur og eiginleikar glatast
með tímanum.
Af eðlilegum ástæðum gleyma konur því smám saman,
að baráttan var í fyrstu hafin aðeins fyrir lagalegu jafnrétti
þeirra sjálfra.
Hið eina, sem vakir Ijóst í meðvitund þeirra, er ranglæti
laganna og takmarkalaus eigingirni karlmanna. — Löggjöfin
hefir verið óréttlát og er það enn að nokkru leyti. Mót-
spyrna karlmanna virtist einnig stundum sprottin af eigin-
girni. En lögin og andstæðingar hreyfingarinnar sáu vafa-
laust lengra. Stóðu fastar. Karlmennirnir fundu það sjálfrátt
eða ósjálfrátt að fjölskylduheimilin eru hinn sanni grund-
völlur þjóðfélagsins, og sjálfsagt að vernda þau, hvað sem
kostaði.
Ástæður þeirra eru, samt sem áður, fremur bygðar á góð-
um ásetningi, með hagkvæmni heildarinnar fyrir augum,
heldur en réttlæti.
Peir sáu sjálfum sér jafnan leið til frjálsræðis. En kven-
þjóðin hlaut sökum ættleggsins að binda sig, meira en holt
var, við úreltar erfikenningar og fræðikerfi.
Ýtrustu jafnaðarkröfur kvenna eru þrátt fyrir það tví-
eggjað sverð, sem snýr beittustu egginni að þeim sjálfum.
Pær skutu yfir markið. Pað sem þær hugðu eftirsóknar-