Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 67
- 73 -
vert frelsi, reynist gagnstætt. En hvað er þá frelsi? Monte-
squieu svarar því þannig:
»Að gera ekki það sem þú vilt, en geta gert það sem
þú átt að vilja.«
— — Ef spurt er um það eftir hverju kvenþjóðin á að
sækjast, er sé í samræmi við göfugustu hugsjónir og þjóð-
félagshagsmuni, verður svarið þannig: Vér eigum fyrst og
fremst af fúsum vilja að taka þann skerf starfsins, sem efl-
ir mest hamingju þjóðfélagsins og karlmenn geta eigi fram-
kvæmt af gildum ástæðum. Með öðrum orðum: Vér eig-
um fremst af öllu að vilja vera konur og mœður. Og til
þess að geta það, eigum vér að krefjast tíma, rúms og
réttlætis.
Vér eigum að sækjast eftir því, sem viðheldur eðlishvöt-
um vorum ólömuðum, og tilfinningunum hraustum og
heilbrigðum. Kjósa það hlutverk, sem náttúran hefir ákveð-
ið oss, til þess að móðurköllunin verði oss eigi byrði, held-
ur heilög skylda og fremur til gleði og ánægju, en alt ann-
að í heiminum.
----Konur kasta því iðulega fram nú á tímum, að þær
kæri sig ekki um að vera lengur ambáttir karlmanna og
»ala börn þeirra«. Þegar vér tölum um »börn þeirra« á þess-
um tímuin, er frjálsræði á sviði hjónabandsins er meira en
það hefir áður verið; þá er meinið fólgið í oss sjálfum.
Eðlishvatir vorar eru veiklaðar, svo að munar hröðum
skrefum, inn á þá leið, að gera alla jafna.
Áður veigruðu mæðurnar sér ekki við, að kalla börnin
hispurslaust part af sjálfum sér, og mikluðust af þeim —
áður en menningin tepraði þær um of. — Engin kona var
þá krossberi barnsins vegna. F*á fanst henni það nánast
óskadraumum sínum, sigur þeirra og heiður, og viður-
kendu það með ánægju.
Miklar og voldugar móðurtilfinningar eru einungis hag-
kvæm, en göfug og fullkomin eftirmynd hins dýrðlega og
takmarkalausa lífsanda vorsins, sem skapar alt og nærir.
— Þær eru þrotlaus þrá til Ijóssins, sem vér hugsum oss