Réttur - 01.06.1915, Side 70
- 76 -
fátækrahverfum stórborganna, sjúkrahúsum, hælum munað-
arleysingja, fangelsum og fjölda gleðisnauðra heimila.
Vér glöggvum eigi enn til fulls þá skelfingu, sem leiðir
af nýjum átumeinum í þjóðlífi voru.
Undir harðstjóravendi blóðlausra valdsmanna og auðkýf-
inga margfaldast svartur öreiga almúginn, eins og sveppir í
mygiuðum kjallara. Glæsilegustu miðstöðvar vísinda og
menningar eru eins og rotnir haugar, þar sem vér gróður-
setjum skrautblóm,. til að villa oss sýn.
— »F*róunin verður ekki stöðvuð,« það er orðið fullkom-
ið trúaratriði; og múgurinn berst jafnan fús með straumn-
um. Jafnvel þeir sem að sjá, að alt stefnir norður og nið-
ur, togast með nauðugir. Pví straumurinn er óstöðvandi.
Próunin þverr ekki, það er satt. En það má enn, sem
fyrri, beina henni á nýjar brautir.
Og er það ekki einmitt þetta, sem allir helztu trúarbragða-
höfundar, spekingar og stjórnarbyltingamenn hafa gert?
í hvert skifti sem neyðin hefir orðið jafnmikil óg nú í
heiminum, kom það ætíð í ljós, að sjúkleikurinn var í raun
og sannleika hinn sami. Pjóðirnar höfðu byrgt fyrir sólina;
sorphaugarnir orðið of stórir, og skrautblómin, sem huldu
þá utan, sugu þróttinn úr miljónum mannslífa. Saga glæsi-
legustu menningar-miðstöðva sögunnar: Babylons, Ninives,
Róms, Cordova o. fl. endurtekst altaf.
Menningarprjál og öreigalýður iðnaðarlanda og borga, er
komin í ófærar öfgar, á kostnað þeirra, sem framleiða lífs-
þróttinn — yrkja jörðina og reka frjálsa atvinnu *.
— Einkunnarorð Rousseaus: »Hverfum aftur til náttúr-
unnar!« hafa aldrei hljómað alvöruþrungnar til þjóðanna en nú.
En þau hróp heyrast ekki fyrir gauragangi þeirra jötun-
krafta, sem reka múginn á undan sér niður í hin tilbúnu
»víti« þjóðlífsins, þar sem barist er fyrir lífinu um einn
sólargeisla og teig af andrúmslofti.
* Samkvæmt hinum nýju og eftirtektarverðu skýringum Krapotkins á
frönsku stjórnarbyltingunni, kemur í Ijós, að jarðeignarmálið var
dýpsta orsök hennar.
H. G.