Réttur


Réttur - 01.06.1915, Page 70

Réttur - 01.06.1915, Page 70
- 76 - fátækrahverfum stórborganna, sjúkrahúsum, hælum munað- arleysingja, fangelsum og fjölda gleðisnauðra heimila. Vér glöggvum eigi enn til fulls þá skelfingu, sem leiðir af nýjum átumeinum í þjóðlífi voru. Undir harðstjóravendi blóðlausra valdsmanna og auðkýf- inga margfaldast svartur öreiga almúginn, eins og sveppir í mygiuðum kjallara. Glæsilegustu miðstöðvar vísinda og menningar eru eins og rotnir haugar, þar sem vér gróður- setjum skrautblóm,. til að villa oss sýn. — »F*róunin verður ekki stöðvuð,« það er orðið fullkom- ið trúaratriði; og múgurinn berst jafnan fús með straumn- um. Jafnvel þeir sem að sjá, að alt stefnir norður og nið- ur, togast með nauðugir. Pví straumurinn er óstöðvandi. Próunin þverr ekki, það er satt. En það má enn, sem fyrri, beina henni á nýjar brautir. Og er það ekki einmitt þetta, sem allir helztu trúarbragða- höfundar, spekingar og stjórnarbyltingamenn hafa gert? í hvert skifti sem neyðin hefir orðið jafnmikil óg nú í heiminum, kom það ætíð í ljós, að sjúkleikurinn var í raun og sannleika hinn sami. Pjóðirnar höfðu byrgt fyrir sólina; sorphaugarnir orðið of stórir, og skrautblómin, sem huldu þá utan, sugu þróttinn úr miljónum mannslífa. Saga glæsi- legustu menningar-miðstöðva sögunnar: Babylons, Ninives, Róms, Cordova o. fl. endurtekst altaf. Menningarprjál og öreigalýður iðnaðarlanda og borga, er komin í ófærar öfgar, á kostnað þeirra, sem framleiða lífs- þróttinn — yrkja jörðina og reka frjálsa atvinnu *. — Einkunnarorð Rousseaus: »Hverfum aftur til náttúr- unnar!« hafa aldrei hljómað alvöruþrungnar til þjóðanna en nú. En þau hróp heyrast ekki fyrir gauragangi þeirra jötun- krafta, sem reka múginn á undan sér niður í hin tilbúnu »víti« þjóðlífsins, þar sem barist er fyrir lífinu um einn sólargeisla og teig af andrúmslofti. * Samkvæmt hinum nýju og eftirtektarverðu skýringum Krapotkins á frönsku stjórnarbyltingunni, kemur í Ijós, að jarðeignarmálið var dýpsta orsök hennar. H. G.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.