Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 75
- 81 -
öðru hlutverki að gegna í þjóðfélaginu en karlmenn. F*að
er fullkomin uppgjöf að afneita kveneðlinu eins og gert er
með samsteypu-uppeldi nútímans. Þá erum vér komin svo
langt að mikill meiri hluti þjóðfélagsborgaranna, konurnar,
geta ekki lengur gert það sem þœr eiga að vilja.
Og afleiðingar þess, afturkastið, er þegar komið á flug-
skrið og muuar með hverri kynslóð, ef eigi er rönd við
reist, þangað til móðureinkunnir og ástarhneigðir kvenna
eru dofnaðar til fulls. En þá er menningarsögu vorri lokið.
— — Árið 1908 sagði Kjær, formaður hagfræðisráðsins
í Kristjaníu, við einn blaðamann, að hann hefði í mörg ár
veitt eftirtekt mismun á tölu karla og kvenna í borginni.
»Altaf sígur á sömu ógæfuhlið með ári hverju,« segirhann.
Og 1906 ritaði Winge lögreglulæknir á þessa leið:
»Hér um bil 5 procent af öllum konum í Kristjaníu frá
15—40 ára aldurs eru skækjur, og [jað eru áreiðanlega
miklu fleiri stúlkur á lauslætisbraut, þó þær stundi það ekki
sem atvinnu. Pessu heldur áfram hröðum skrefum, og eg
sé, eins og nú horfir, engin ráð til að stöðva það. Bo-
hémebevægelsen * veikir auðvitað siðferðisástandið, en kven-
frelsishreyfingin er miklu hættulegri, því hún eyðileggur
möguleikana til þess að vernda ungu stúlkurnar. Sá máttur ’
og möguleiki er alveg kominn undir heimilislífinu — kve
það er þróttmikið. Hitt er staðreynd og fylgir tízkumenn-
ing vorri, að hjónaböndum hrörnar, einkum í bæjunum;
þeim fækkar og sambúðin lakast.
En ástandið í bæjunum hefir fljótt áhrif út um sveitirn-
ar. Mér virðist stefnt að frjálsu sambandi milli karls og
konu í framtíðinni — án barna og fastrar heimilisstofnunar.c
Dr. Winge hefir ennfremur ritað mjög eftirtektaverða bók
* Léttúðarlíf ýmsra ungra manna og kvenna í stórborgum erlendis.
Það lifir í iðjuleysi, munaði og lætur hverjum degi nægja sína þján-
ing. —Sumir héldu því fram á síðari hluta 19. aldar, að menn hefði
fullan siðferðislegan rétt til að Iifa svo. Sú hreyfing kom frá Frakk-
landi — í fyrstu kend við Bæheims-stúdenta í París — og barst til
Norðurlanda eftir 1870. Georg Bra^des studdi hana um skeið.
Þ. S.
6