Réttur - 01.06.1915, Side 79
85 -
nýr sproti margfaldar ánægju hans. — Þetta er hann albúinn
að verja til dauðans.
Æskustöðvarnar — þar sem vér fáum að þroskast í friði
— þær fjötra oss dásamlega við lífið ósýnilegum böndum.
Eins er hitt ógæfusamast af öllu, að eiga hvergi heimili.
Og heimilislausir verða allir í þeim þjóðfélögum, þar sem
móðir og börn fá ekki einusinni að búa saman.
Samband móður og barns, mannsins og jarðarinnar var-
ir meðan nokkurt líf er á jörðunni. það samband verður
hvorki vegið né mælt á neinn mælikvarða.
Og öll öfl, undantekningarlaust, sem vilja hrifsa barnið
úr höndum móðurinnar og jörðina af manninum, verða til
þess að splundra þjóðfélögunum.
Vér komum altaf að sömu niðurstöðu—náttúrleg lifskjör
og upp eldi góðrar móður eru þungamiðjan I öllu þjóðlifi.
Vér getum eigi kosið oss dýrðlegra hlutverk né farsælla,
en að byggja undirstöðu þjóðfélagsins örugga — einungis
að vér mættum starfa að því í friði og neyta beztu krafta
vorra og hæfileika. Eins og núverandi þjóðfélagsskipulagi
er háttað, hafa margar miljónir manna enga möguleika til
þess, því menn þurfa að margskifta kröftum sínum frá æsku
við sundurleit störf. Náttúrugæðin — jörðin —er þeim lokuð,
og þá um leið aðalskilyrðin fyrir frjálsri framleiðslu, og enn-
fremur búið að bíta allan bakfisk og kjark úr fjöldanum,
áður en hann nálgast göfugasta markmið lífsins. Þetta á við
karla sem konur.
Eg trúi því ekki að einfalt heimilislíf svæfi gáfur og and-
ans atgervismenn, fremur en lífskjör þau, er fjöldi manna
á nú við að búa á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Annars
mundu slíkar undantekningar brjóta sér braut, eins og áður.
Hitt er að minsta kosti víst, að nýtízku uppeldisstofnanir
bjarga naumast nokkurri stórsál. Stigmylnur nyrfilslegra
stofnana og skóla vægja alls eigi séreðli mannsins.
í þessu efni minnumst vér einnig kenninga Rousseaus.
Vér verðum að heimta af þjóðfélaginu, að öllum konum
sé veitt þekking á þeim störfum, sem krafist er af móður,
áður en það kennir þeim sérfræðigreinar karlmanna. Sú