Réttur - 01.06.1915, Page 83
T
- 89 -
ríims á Englandi, og síðan í öllum öðrum menningarlönd-
um, og sigraði skjótlega í samkeppninni við handiðnaðinn,
er rekinn var af hinum svonefndu iðnmeisturum og svein-
um þeirra, er höfðu góða afkomu. — Verzlunar- og at-
vinnufrelsið leysti ýms bönd, sem áður höfðu þjakað.
En samkeppnin á þessum sviðum Ieiddi þo brátt til
þeirra öfga, sem höfundar hennar munu ekki hafa ætlast
til.
Vinnulýðurinn flyktist að verksmiðjunum, en þær höfðu
samtök um að halda kaupinu í lágmarki og hafa vinnutím-
ann óhæfilega langann.
Kaupmennirnir mynduðu með sér hringi til þess að ná
valdi á verzluninni, þ. e. vörunum, og skapa þeim verð sér
til hagnaðar. Pannig truflaðist gersamlega samræmið milli
framboðs og eftirspurnar.
Hvorutveggja leiddi hið sama af sér — misskifting auðs-
ins. Vinnulýðurinn, sem bjó við sultárkjör verlcsmiðjanna
og lifði á dýru vörum kaupmannanna, varð eignalaus.
Verksmiðjueigendur, kaupmenn og jarðeigendur rökuðu
saman fé á kostnað hinna.
Það hefir áður verið skýrt frá, hvernig flestir jarðeigend-
ur í menningarlöndunum voru komnir að eign sinni, er
þeir tóku í ién af einvaldskonungum, og héldu lokuðum
fyrir almenningi. Samhliða þeim voru nú iðnaðarkóngarnir
búnir að ná lykiinum að öðrum atvinnugreinum. Svo að
almenningur var, og er enn, þarna á rnilli steins og sleggju.
F*etta hefir á síðustu öldinni verið svartasta hliðin í lífi
þjóðanna.
Eg held það sé þarflaust að Iengja málið með því að
benda á dæmi, er sýni þetta ástand. En eg get þó ekki
stilt mig um að benda á eitt af mörgunr og tek það eftir
rithöf. Keir Hardie. Af námuhéraði einu í Englandi eru árs-
tekjurnar 340 miljónir króna. Eigendur jarðarinnar og kapí-
talistar í héraðinu eru 3000 að tölu. Skifta þeir arðinum á
milli sín og gjalda verkamönnum kaup sitt. Tekjur hvers
þeirra nema 2200 kr. á viku. En vikukaup verkamannsins