Réttur - 01.06.1915, Síða 87
- 93 -
mest afgjald (rentu) — þá mundi enginn bjóða í jörð fram
yfir það, sem hann hefði þörf fyrir.
— Úti á landi (í sveitunum) lækkar jörðin í verði og
opnast almenningi til notkunar, og ræktunin eykst og bygð-
in þéttist. — Laun verkamanna hækka og húsaleigan lækk-
ar í bæjunum — vegna þess að verkamenn hverfa úr bæj-
unum og fá sér jarðarhorn.
Pví enginn vinnur fyrir minni launurn heldur en hann
getur haft upp úr því að búa sjálfur á jörð. Sönnun þess
er húsmannastéttin í Danmörku, að nokkru leyti.
Pað sem hann segir hér um áhrif skattsins á auðvitað
fremur við frjósöm landbúnaðarhéruð erlendis.
Priöja aðalatriðið er um afnám allra annara skatta — ó-
beinna álaga og tolla.
Pessir skattar, sem nú gilda í flestum Iöndum, eru hinn
versti þröskuldur fyrir sönnuin framförum og vöruviðskift-
um. Það er dýrara að kaupa vöru, sem framleidd er í ná-
grannalandi, heldur en að fá hana sunnan úr Indlandi toll-
frfa, þó framleiðendum sé borgað sama verð fyrir hana í
báðum stöðum. Með öðrum orðum, verndartollurinn nem-
ur meiru en því, sem svarar »frakt« á vörutegundinni, þó
hún sé send kringum hnöttinn.
Ennfremur koma þessir gildandi skattar og tollar mest-
megnis niður á framleiðslu- og vinnuarði almennings, sem
eftir eðli sínu ætti eigi að leggja neinn skatt á.
Þeir hvíla þyngst á daglaunamönnum í bæjum, sem frek-
ast eru neyddir til að lifa á tollskyldum vörum.
Fjórða og síðasta atriðið:
Hann gerir glöggan greinarmun á því hvað sé eign
þjóðfélagsins í heild sinni, og hvað einstaklingsins. —H. O.
hefir alls ekkert á móti »prívat«-eignarétti einstaklingsins,
telur hann einmitt fullkomlega réttmætann, að því er snert-
ir alt það, sem honum áskotnast fyrir vinnu sína og fram-
leiðslu. Þess á hann að njóta án allra álaga.
Þjóðfélagið á aftur á móti jörðina — auðsuppsprettuna —
og á að hafa allar tekjur af henni. Pað er að skilja al-
menna peningavexti af virðingarverði grunnsins (den nögne