Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 88
- 04 -
jörd). Það virðingarverð byggist á afstöðu og eftirspurn,
samkvæmt mati löglegra skattanefnda.
Af tveimur jörðum í sömu sveit, sem hafa jafnt land og
ræktunarskilyrði, greiðist jafnstór skattur. En þó að tvær
jarðir séu jafnstórar, ef önnur er nálægt kaupstað, en hin
á öræfum, þá yrði mjög misstór skattur goldinn af þeim.
Mikið minni af þeirri síðarnefndu.
Samkvæmt þessu yrðu allir bændur aðeins ábúendur —
Ieiguliðar ríkisins; eigi einungis með lífstíðarábúðarrétti á
jörðunum, heldur gæti hann gilt fyrir ættina, mann fram af
manni.
Kjarni kenningarinnar er þessi:
Allir óbeinir skattar hverfi úr sögunni, en í staðinn komi
almennur landsskattur. Hann er ákveðinn, kemur hlutfalls-
laga jafnt niður, gefur lítið svigrúm til undanbragða, og
eflir eigi sérréttindi neinnar stéttar.
Pað er augljóst, að þessi kenning hefir meira verkefni og
er nauðsynlegri í stórborgum, þar sem þrengsli eru og
dýrastar lóðir, en stór landsvæði ónotuð, á valdi auðmanna.
í Ameríku, þar sem verið er að nema landið, og einstakir
menn ná fyrst eignarhaldi á stórum svæðum, og selja þau
svo réttáeftir, þegar fer að þrengjast—við mörgföldu verði.
Enda er hún sprottin upp í Englandi og Bandaríkjunum,
og hefir þar flesta fylgismenn.
„, Aðalástæðurnar, sem færðar hafa verið á móti
urnar henni og landskattinum yfir höfuð, eru þessar
(og tek eg þær að mestu eftir Harald Wester-
gaard prófessor í þjóðmegunarfræði við Hafnarháskóla):
1. Að hann sé ranglátur í garð núverandi jarðeigenda, og
þeir verði því að fá uppbót.
2. Að með honum fáist eigi nógar tekjur í ríkissjóð —
víðast hvar.
3. Að hann nái ekki nægilega til peningamannanna, skipa-
útgerðar og fiskiveiðanna.
4. Að virðing skattanefnda á jörðinni geti oft og tíðum
orðið óábyggileg.
Fyrstu ástœðunni er mest haldið fram af blindri eigingirni