Réttur - 01.06.1915, Side 90
- 96 -
Ennfremur er það hugsun H. O. að uppsátur og um-
hverfi hafna verði virt hlutfallslega þeim mun hærra til
skatts, sem það gefur af sér meiri arð og not en jörð
upp í sveit.
Fjórða mótbáran: Að jarðarvírðingin verði óábyggileg,
raskar eigi réttmæti kenningarinnar. Fyrst er það, að slíkt
skattakerfi verður aldrei fundið, sem er alfullkomið, né svo
útbúið að eigi megi hliðra sér hjá því í smáatriðum. Pjóð-
in kemst þá ekki langt í félags- og samvinnuþroska, ef
eigi má bera það traust til eiðsvarinna skattanefnda í hverj-
um hreppi eða héraði, að þær virði jarðir svo að samræmi
sé í. Að síðustu þolir það engan samanburð, sem helzt
á að skoða samhliða þessu atriði; eg á við hversu mikið
erfiðara er að draga undan skatti samkvæmt þessari kenn-
ingu, heldur en undir núverandi fyrirkomulagi, þar sem
beinn undandráttur á sér staé, t. d. á fé í bönkum; og tí-
undarsvik og tollsvik eru daglegt brauð.
Petta voru nú aðalmótbárurnar gegn þessari kenningu.
Pær raska ekki grundvallarhugsuninni, að dómi H. Vester-
gaard, en benda á ýmsa agnúa við framkvæmd hennar.
Annars er það nú hugsun Georgista í öllum löndum,
að koma skattinum á smátt og smátt, en ekki í einu kasti,
og afnema um leið, jafnóðum, ranglátustu tollana.
Pað er miklu seinlegra og erfiðara, að koma skattinum í
framkvæmd í hinum gömlu og auðugu iðnaðarlöndum, þar
sem mestur er eignamismunur og stórar borgir. Langfljót-
legast í iandbúnaðarlöndum, þar sem efnahagur er jafnari
og jörðin að mestu önumin til ræktunar. Mundi þessvegna
mjög auðvelt hér á landi.
Pá kem eg að því hversu mikið fylgi þessi stefna
hefir hjá þjóðunum. Hvar landsskatturinn hefir
verið reyndur og hvernig hann gefst. — Aðal-
heimildir hefi eg frá Vestergaard. Pær eru að
minsta kosti óhlutdrægar, og hann er eigi hliðhollur Georg-
istum.
Hann segir að hún hafi á stuttum tíma unnið ótrúlegt
fylgi (uhyre Tilslutning). Eigi svo að skilja, að utan um
Reynsla
annara
þjóða.