Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 91
- 97 -
hana, sérstaklega, hafi myndast stjórnmálaflokkar, nema að
litlu leyti; heldur hafi aðrir flokkar, gerbreytingamenn og
socialistar, tekið aðalatriði hennar inn á stefnuskrár sínar.
í Danmörku eykst henni óðum fylgi. Landbúnaðarráð-
herrann hélt útbreiðslu-fyrirlestur um hana í síðastl. janúar.
Og í skattalögum, sem lögð voru fyrir síðasta þing Dana,
voru ýmsar nýjungar úr þessari kenningu. *
í fjöldamörgum borgum, bæði í Englandi og Ameríku,
hefir komist á verðhækkunarskattur, þar sem brýr og aðrar
opinberar umbætur hækkuðu verð lóðanna; og er honum
þá sumpart varið til þess að viðhalda mannvirkjunum.
Með nýjum skattalögum var almennum verðhækkunar-
skatti komið á í þýzkalandi árið 1911, sem nam c. 30
procent af verðhækkun jarða.
Og nú rétt nýlega í Englandi, fyrir framgöngu Lloyd,
Oeorge. Par er hann 20 proc. af verðhækkuninni. — það
er svo sem farið að færast í áttina.
En þetta er álitið að vera of lítill skattur. Hærra var ekki
fært að spenna bogann í bráðina, því jarðeigendur og auð-
kýfingar spyrna á móti. Stefnunni eykst þó fylgi með ári
hverju.
í öllum helztu landbúnaðarlöndunum á suðurhelmingi
jarðar er búið að reyna landskattinn lengst, t. d. í flestum
Ástralíufylkjunum, og hefir gefist svo vel að þar dettur
engum breyting í hug. Sumarið 1914 var landskattur sam-
þyktur á löggjafarþingi Viktoríufylkis án atkvæðagreiðslu.
Ýms smáríkin í Bandaríkjunum hafa lögfest hann hjá sér
síðustu árin. Sum þeirra hafa sent menn til Ástralíu, til
þess að kynnast reynslunni þar. Sendimaður Colorado-
ríkis sagði að það væri »hið bezta fjármálafyrirkomulag og
stærsti þjóðmálasigur, sem nokkurt þjóðfélag hefði náð«.
Annars verður engin skýr ályktun dregin af skattamála-
reynslu Bandaríkjanna yfir höfuð, því að þar gildir sitt í
hverju ríki; í sumum aðeins eignaskattur ög nokkrum að
miklu leyti tollar.
Á þingi Albertaríkis í október 1914, var samþyktur land-
7