Réttur - 01.06.1915, Síða 96
102 —
stöðum sjá, að með þessu rangláta fyrirkomulagi auka þeir
sína byrgði óbeinlínis. Ómaga og örbyrgðarlýðnum fjölgar
altaf, og útsvörin hækka t. d. í Reykjavík.
Undarlegt er, að þeir skuli ekki sjá, að þeim muni jafn
holt að greiða nokkurn hlut af útsvari sínu sem beinann
skatt eða lóðaskatt í landsjóð. Pegar með því vinst það,
að kjör verkamanna í bæjunum batna og bjárga þeim frá
að sökkva dypra — verða að skríl. Reynslan segir að sveit-
arstyrkur hafi mjög lítil uppeldislega bætandi áhrif á þá, sem
þiggja; með honum er að eins setið í andófi. Bæjarsjóðs-
styrkur mun fremur ala á þrjózku og leti þeirra er fá hann.
Það verður að hjálpa mönnum til að hjálpa ser sjálfum
meðan unt er.
Eg vona að það sé nú orðið full-ljóst, að það eru hrap-
arlegar misfellur og mótsagnir í skattamálum þjóðarinnar.
Og samkvæmt því, sem lýst hefir verið hér
Nýtt
skattakerfi.
að framan, er það ótvíræð skoðun mín, að
lands- og lóðaskattar eigi að komast hér á,
sem allra fyrst.
En hvernig á að haga þeim í framkvæmdinni ? I því efni
verður að kynna sér dæmi annara þjóða. Annars þyrfti að
rita um það langa grein.
Eg get rétt drepið á örfáa liði fyrirkomulagsins, en það
verður brátt skýrt nánar í þessu riti.
Skattanefndir í hreppum eða héruðum, virða allar fast-
eignir (jarðir og kaupstaðarlóðir á landinu) að fráskildum
öllum byggingum; og ef til vill jarðabótum, sem gerðar
hafa verið síðustu einn til tvo mannsaldrana, árabilið fast
ákveðið. •— (Hægt er að styðjast við jarðabótaskýrslur í
því efni. — Kaupstaðarlóðir hafa sitt ákveðna eftirspurnar-
verð). Á verð jarðarinnar eða grunnsins, sem út kemur, er
lagður skattur er nemur t. d. almennum peningavöxtum af
höðuðstólnum, og rennur hann í landsjóð. — Auðvitað vinna
skattanefndirnar starf sitt eftir lögum og ákveðnum reglum^
svo að samræmi sé í verðlagi þeirra í héruðum, það er
aðalatriðið. Komi fram verðhækkun á einum stað fremur
en öðrum, fyrir opinberar aðgerðir, næst til þess með