Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 98
104
En því er miður að alt of margir þjóðmálamenn og
þingframbjóðendur kitla lúalegustu hvatir fjöldans í þá átt,
og snýkja sér á þann hátt völd og fylgi.
_. . , Nú er alt í rústum eftir stjórnarfarsdeilurnar og
mál eng'nn flokkur virðist hafa hreina stefnu né
ákveðið markmið í innanlandsmálum.
Flestum mönnum hlytur þó að vera Ijóst að skattamálin
eru, einmitt nú, og eiga að vera heitasta dagskrár mál
þjóðarinnar.
En það hefir mest gildi í þessu efni sem öðrum, að færa
fram staðleg rök og reynslu annara þjóða, fyrir þeim breyt-
ingum og tillögum, sem maður vill koma hér í framkvæmd.
Hver eru svo hlutverk okkar yngri manna? Hvernig éig-
um við að snúast við þessu máli? Mér finst það ekkert
vafa mál.
Fyrst verður að kynna sér það, sem bezt, gegnum erlend-
ar bækur, tímarit og reynslu. — Bindast svo samtökum til
þess, að ganga í berhögg við þau öfl, sem víða eru sterk-
ust hér á landi og einkum í Reykjavík. Eg á við flokka-
pólitíkina og kaupmannavaldið, sem verið hafa jafnaðarstefn-
um fjandsamlegust. Ef okkur tekst að marka happa spor í
þjóðlífinu, þá verður það helzt á þann hátt, að rísa upp á
móti þessum öflum. Rað er sérlega einkennilegt, að meiri
hluti þeirra manna, sem ráðið hafa í flokkapólitíkinni þ. e.
ýmsir »mentamennirnir«, skyldu ekki hafa opin augu eða
tilfinningu fyrir því, hvar skórinn kreppir að þjóðinni —
fátækt verkalýðs í þorpum, verzlunarástandinu o. fl. — Peir
hafa barist fyrir metnaði, fé og völdum, en eigi samvinnu-
hugsjónum.
Pessum hugsunarhætti þarf að umhverfa. Við þurfum að
fá menn, sem leggja allan hug sinn í málefnin; og hefja
þjóðina upp úr fáfræði og fátækt.
í skólunum eins og þeir eru nú, er ekkert það borið