Réttur - 01.06.1915, Side 101
107
máli öllu mögulegu öðru erf þessu eina, endurreisn á jafn-
rétti allra manna til jarðarafnota, án þess eru allar veruleg-
ar umbætur á kjörum þjóðanna óhugsanlegar.
£. Co/sfoj.
Orsakir stríðsins.
(Ummæli Jakob E. Lange.)
Flestir, sem fylgst hafa með félagsskap Oeorgista í Dan-
mörku, kannast vafalaust við hinn snjalla rithðfund Jakob
E. Lange, sem þar hefir skýrt málið bezt, og unnið því
mest til sigurs. Ýmsir einarðir rithöfundar risu snarplega
upp á móti kenningunni í byrjun, t. d. Paul la Cour og
fleiri, en J. Lange hélt uppi svörum með svo Ijósum rök-
um, að nokkrir af þeim snerust síðar einhuga til fylgis við
málefnið.
Hinn 15. febrúar síðastl. flutti J. Lange fyrirlestur, á 10
ára afmæli H. G. félagsins í Esbjerg, um »alheimsfriðinn
og framtíðina«.
Par talaði hann mest um þær stefnubreytingar í stjórn-
málum, er að sjálfsögðu mundu leiða af stdðinu og það
gæfi beinlínis tilefni til. Og benti þó sérstaklega á að fylgis-
menn H. George’s hefði enga ástæóu til að skifta um skoð-
un né stefnu á nokkurn hátt.
Pví aðalorsök stríðsins væri misskifting auðsins og önn-
ur þjóðhagsleg vandræði í sambandi við það, sem þeir
væri stöðugt að benda á og reyna að bæta úr. Þegar árið
1879 hefði H. G. tekið það fram, að hið fjárhagslega mis-
vægi kæmi þjóðfélögunum á kaldan klaka.
Ennfremur sýndi hann fram á, að stjórnmálaskipulag
Evrópuþjóðanna væri bygt á hreinustu villukenningum
þjóðmegunarfræðinnar.
I fyrsta lagi þeirri: »Að orsök fátæktarinnar sé mann-