Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 1

Réttur - 01.07.1917, Page 1
Trygging búfjár. Nutíminn er mikil tryggingaöld. Vátrygging á allskon- ar eignum gerist æ víðtækari,-eftir því sem umsýsla vex og viðskiftalífið verður fjölbreyttara. Hús og húsmunir, . skip og vörur eru trygðar gegn eldi og sjó og ýmsu öðru grandi. Menn tryggja sjálfa sig, þ. e. fjárhagslegt verð- mæti sjálfra sín, gegrr allskonar slysum, sóttum og dauða. Með 'þessu varðveitast hagsmunir einstaklinganna og standa á tryggari fótum en ella. Og til þess að kaupa þessa varðveizlu hjá þéim stofnunum, sem láta hana í té —tryggingastofnunum, greiða menn tiltölulega lágt ið- gjald á hverju ári eða skemmra millibili. Ojaldkvöð þessi er ekki þyngri en svo, að hverjum, sem þekkir hana og reynir, þykir sjálfsagt að taka hana á herðar sér og los- ast þannig við áhættuótta og óbætanlegt fjármunatjón, ef illa fer. Ahar þessar tryggingar byggjast á reyndum þagfræðisathugununi um tilfelli þau, er valda tjóni, og árlegar tekjur slíkra stofnana eru jafnan ríflega það, sem þær þurfa að greiða í skaðabætur. En hygginn mað- ur telur það ekki eftir, því í þessu er fólgið skilyrði til þess, að eígnir hans séu, trygðar fyrir hættum. Og hann veit, að tryggingarnar eru einnig mikilvæg framför í skipulagsefnum. Því í rauninni bera menn hér byrðina hver með öðrum. Að vísu er ekki langt síðan, að þessi hagstefna ruddi sér til rúms hér á landi (þó hún væri reyndar til í Torn- t*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.