Réttur


Réttur - 01.07.1917, Blaðsíða 3

Réttur - 01.07.1917, Blaðsíða 3
Trygging búfjár 5 ur hans byggist á, búféð, er gersamlega ótrygður fyrir slysum og hættu. Þeir menn, sem alment tryggja arðstofn sinn, t. d. vélar, vörur, veiðarfæri og skip, líta svo á, að þeir hafi ekki ráð á því fjármunalega að láta þennan arðstofn vera ótrygðan og þannig undirorpinn dutlungum atburðanna um eyðing og hættu. Réttmæti þessarar skoðunar þykir vera hagfræðislega sannað. En hlýtur þá ekki alveg hið sama að gilda um arðstofn sveitabóndans, búféð? Nú á tímum er búfé á íslandi, einkum sauðfé, dýr- mætur arðstof.n, sem gefur mikið af sér. En breyttir búnaðarhættir og dýrari gera búskapinn allan umsvifa- meiri og áhættumeiri, ef illa fer með arðstofninn. Ressi arðstofn, búféð, er sífeldum hættum og áföllum undir- orpinn. Sauðkindur verða tóunni að bráð, drepa sig ofan í, falla ofan í gjár, farast í óveðri niður við sjó og uppi á landi, týnast á afrétti eftir göngur, deyja úr sjúkdóm- um, ieggjast afvelta o. s. frv. Kýr farast af slysum, doða og öðrum kvillum, og líkt má segja um hesta. Þetta eru reyndar full ægileg vanhöld, og væri gótt, ef hægt væri að öðlast tryggingu fyrir þeim á hagfeldan hátt. En alt hefir þó þetta næsta litla örlagaþýðingu móts við annan háska, sem altaf hefir vofað yfir búfé þessa lands, frá því er landið bygðist. Það er fóðurskorturinn. Arðstofn bænda hefir jafnan verið í dauðans hættu af þessari ástæðu. Og hættan og tjónið hefir sjaldan lengi látið á sér standa. Hlífðarlaust fyrr eða síðar hefir hún dunið yfir og svift bændur annaðhvort arðinum af bú- fénu, eða arðstofninum sjálfum, þegar horfellir hefir orð- ið, og er skemmst að minnast slíkra hrellinga. Eign til lífs og viðurhalds þjóðkjarna íslands, ávöxturinn af erfiði og baráttu, hefir sópast burtu á fáeinum vikum og skil- ið eftir örbjarga framtíðarauðn og magnþrota menn, sem oft féllu á eftir skepnum sínum. Enguni væri fyllilega unt að telja með tölum alt það tjón, er af þessu hefir leitt, bæði fyrr og síðar. En þær tölur mundu vera svim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.