Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 6

Réttur - 01.07.1917, Page 6
8 Réttur forðagæslu. En reynslan sýnir, að hún er næsta örðug sem haldkvæm íhlutun um ásetning manna. Til þess eru býlin of ólík og búskaparhættirnir, og örðugt að gera þar upp á milli fyrir mann, sem sjálfur þekkir ekki jarð- irnar af eigin reynslu. Þó má sjálfsagt, ef vel er á hald- ið, nokkurs vænta af héyforðabúrunum, ef þau gætu orðið almenn og öflug. Pá vilja sumir afla tryggingar gegn fóðurskorti búfjár með komforðabúrum. En hræddur er eg um, að slík bjargráð eigi erfitt uppdráttar. Og frá þjóðhagslegu sjónarmiði skoðað, ætti aldrei að-gripa til korngjafa handa búfé, nema í ýtrustu neyð*. í stað þess verður, hvað sem kostar, að efla grasræktina og bæta vinnulagið við hey- skapinn. Undir almennum skilyrðum hlýtur að borga sig betur, að afla heyja heldur en að kaupa útlenda korn- vöru til skepnufóðurs. — En úr því að ekker.t af því, sem nefnt er hér að fram- an, þykir nægilega haldkvæmt til tryggingar gegn fóður- skorti búfjár, livað á þá að gera? Ef vér erum sammála um, að framtíðarvelferð þessa lands byggist mikillega á því, að þessi trygging fáist, — og um það erum vér vitanlega sammála, — þá virð- ist mér svarið hljóta að verða á þessa leið: Tryggingarráðstafanir í þessum efnum verða að hafa rót og stoð í persónulegum hagsmunahvötum einstak- linganna. Hugsunarhátturinn þarf að breytast. Sá andi þarf að gagntaka hvern einasta rhann, alveg eins og þann, sem tryggir hús og muni, að hann hafi ekki ráð á því að vera án tryggingar á búfé sínu, hvað sem það kost- ar, af þeirri einföldu ástæðu, að áhættan, arðmissir og hordauði, verður ævinlega dýrari. En um leið og sá andi er vaknaður til fulls, sér maðurinn, hvað hann á að gera: * Eg lala liér uni hið almenna ástand í búfjárræktarsveitum Iands- ins. Annað niál getur oft verið með býli við sjóinn, jiau, sem lélega grasnyt Iiafa, og svo kaupstaði.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.