Réttur - 01.07.1917, Page 12
14
Réttur
mönnum í því að byggja laglega bæi og þórþ, og geíur
hann margar góðar reglur í því efni. Bókin er prýdd
mörgum góðum myndum til skýringar lesmálinu. — Það
er auðséð að höfundurinn hefur þurft að eyða miklum
tíma til að afla sér allrar þeirrar þekkingar, sem í þess-
ari bók felst, enda mun hann í mörg ár hafa hugsað
málið og bætt við sig þekkingu smátt og smátt. Mörg-
um mun kunnugt, að Guðm. gaf sig mjög að bygging-
arfræði þegar á Hafnarárum sínum, og hefur ætíð síðan
bæði í ræðu og riti sýnt áhuga sinn í þeirri vísindagrein.
Hef eg opt heyrt bæði smiði og verkfræðinga dáðst að,
hve Guðm. er vel að sér í þeirra fræðum, svo að marg-
ur skyldi halda að hann hefði því nær eingöngu lagt
stund á verkfræði og byggingarlist. Það var hann, sem
með ítarlegum blaðagreipum í Bjarka (um 1900) og seinna
í Norðurlandi sýndi fram á nauðsyn þess, að rannsökuð
væru byggingarefni í landinu og íhugað hvernig húsa-
kynnum alþýðu yrði bezt og haganlegast fyrir komið. Um
þetta hefur hann ennfremur nýlega ritað greinar í Bún-
aðarritið. Og að hans hvötum var það upprunalega að
alþingi veitti Sig. heitnum Péturssyni verkfræðing og
seinna Jóni Porlákssyni styrk til að rannsaka byggingar-
efni handa landsmönnum og til að leiðbeina mönnum í
húsagjörð. Hefur þetta þegar komið að miklu gagni, og
þó enn sé ekki ráðið fram úr öllum gátum, þá er áhug-
inn vaknaður fyrir því, að bæta úr hinni úreltu og ófull-
komnu húsagjörð í sveitum og þorpum, sem hingað til
hefur tíðkast hér á landi.
í fyrsta kafla bókarinnar ræðir uni vöxt ísl. bæja og
sjávarþorpa á kostnað sveitanna. Á fáum árum hefur skot-
ið upp fjölmennum sjávarkauptúnum og fólkið úr sveit-
unum streymt til þeirra. Á bls. 3 er mjög fróðleg skýr-
ingartafla, sem Guðm. hefur teiknað til að sýna mann-
fjölgun á íslandi og um leið samanburð á fólksfjölda í
kauptúnum og sveitum á tj'mabilinu 1891 — 1914. Lands-
fólkinu hefur á þessu tímabili fjölgað um ca. 17000 manns,