Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 15

Réttur - 01.07.1917, Síða 15
17 Sveitcilif i kaupsiöðum hófi og auðmennirnir raka sarnan fé við kaup og sölu þeirra. En til þess að húsin geti borgað sig á svo dýr- um grunnum, verður húsaleigan dýrari ög dýrari, og af því leiðir aftur að fátæklingar sjá sér ekki fært, að leigja sér nema svo litlar íbúðir, að þar geta hvorki fullorðnir né því síður börnin þrifizt, og versnar éptir því sem ó'- megðin vex. í litlum, dimmum kytrum hefst fjölskyldan við, og í sama herbórginu er sofið og liafst við á daginn, matur eldaður, þvottar þvegnir o. s. frv. Par skín aldrei sól, og ef börnin fara út, tekur ekki annað við enn dimm- ur, þröngur húsagarður, gróðurlaus og óþrifalegur; en úti á strætunum er þeim ekki óhætt vegna hinnar feikna- miklu umferðar af vögnum og mönnum. Til að nota hinar dýru húsalóðir sem mest, eru húsin byggð hærri og hærri, þó hvergi nái það slíku hámarki sem sumstað- ar í Ameríku, þar sem eru þrítuglypt hús og meira. Til þess að komast út úr þessum ógöngum, eru menn farnir að byggja bæi með nýju sniði — sveitaborgir sem höf. kallar — (e. garden cities, d. Havebyer). Sveitaborg- ir mega þær kallast af því að þær sameina kosti sveita- og bæjalífs. Minnist höf. á þrjá þessháttar bæi — Port Sunlight (þar sem sólskinssápan er búin til og uppruna- lega er byggður fyrir eigendur og verkamenn sápuverk- smiðjunnar), Bournville, sem líka er á Englandi og Hel- lerau á Pýzkalandi. Pessi kafli um sveitaborgirnar hefði mátt vera ýtarlegri, því þar komum við að þýðingar- mesta málefninu, sem vér íslendingar eigum að láta til vor taka, því í þá áttina á að stefna hér í framtíðinni.— Sú menning er á villigötum, sem leyfir auðkýfingum að byggja himinháar hallir, sem skyggja á ljósið- fyrir fá- tæklingum, og reykspúandi verksmiðjur, sem eitra loptið fyrir þeim og svo fá vesalingarnir fyrir ránverð herberg- iskytru til íbúðar, sem mannlegar verur geta varla þrifizt í, heldur visnað og veiklast til að verða sóttkveikjum að bráð. 2

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.