Réttur


Réttur - 01.07.1917, Side 16

Réttur - 01.07.1917, Side 16
Re'ttur Í8 Sveitaborgir þurfa víðáttumikið landrými, því hverju húsi á að fylgja nokkuð land til ræktunar. Siðan raf- magnssporvagnar og bifreiðar fóru að tíðkast, eru vega- lengdir hættar að vaxa mönnum í augum. Nú getur verka- maður komizt í tæka tíð til vinnunnar, þó hann búi nokkr- ar mílur frá vinnustöð sinni — máske fyrir 12 — 20 aura gjald með eimreiðar- eða bifreiðarlest. En til þess að auð- kýfingar komizt ekki upp með að gjöra húsaleigukostn- aðinn ókleyfan fátæklingum, kaupir sveitafélagið eða bær- inn allt landið og leigir mönnum á erfðafestu lóðir og hús. það er Henry Georges kenningin sem hér er að komast í framkvæmd, og það sem af er lánast þetta á- gætlega. Bæjarfélagið byggir húsin og ræður öllu skipulagi. Húsin eru flest einbýlishús, sem eru af vandaðri gjörð, önnur tilkomuminni, en öll holl til íbúðar. Landið um- hverfis hvert hús er afgirt, og þar er grasblettur fyrir börnin. En auk þess eru hingað og þangað vellir og torg, stórir leikvellir fyrir börn og unglinga, íþróttavellir og skrautleg torg. Jafnvel í fábreyttustu húsunum, sem ætluð eru þeim efnaminstu, eru laglegar íbúðir, bjartar og loptgóðar. Og ekki má gleyma íbúðareldhúsunum. F*að eru íveruherbergi, þar sem jafnframt er hægt að elda matinn. Venjulegar eldavélar rjúka og herbergin fyllast af matargufu, steikar- brælu og ýmsu ólofti. þess vegna hefur það til skamms tíma þótt mikill ókostur' að hafa eldavélar í íbúðarher- bergjum. En í íbúðareldhúsunum er sneitt hjá þessum göllum. Eldavélarnar eru svo vandaðar, og þeim svo vel fyrir komið með góðri loptræstingu, að ekkert ólopt fylg- ir þeim og þær eru fremur til prýðis enn trafala í stof- unum. Svona eldavélar þurfum vér að fá í baðstofurnar í sveitinni! og vonandi verður það hægt, þegar styrjöld- inni linnir. — Til þess að menn fái hugmynd um, hve íbúðareldhúsin geta yerið snotur, hefur höf. sett tvær

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.