Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 17

Réttur - 01.07.1917, Page 17
Sveitalif i kaupstÖÖum 10 myndir á bls. 104 i bókinni, og eru það sannarlega vist- leg híbýli. — Sveitaborgir eiga kauptún vor að verða í framtíð- inni. Ekki vantar landrýmið og langtum ódýrara land enn venja er til í útlöndum. Hvert kauptún á að kosta kapps um að komast yfir sem mest land í umhverfinu, til að fá umráð yfir Ióðunum. Fólk hefur streymt úr sveitinni til kaupstaðanna, af því skemtilegra þykir að búa í marg- menninu en í fásinninu, en við flutninginn til fjölbýlisins í kaupstöðunum, hefur fólkið farið á mis við hollustu sveitalífsins, hollustu grænu blettanna kringum húsin, og hollustu jarðyrkjunnar og hreina loptsins. — Péir, sem byggja hús í kaupstað, eiga að fá allt þetta, þó þeir búi í kaupstað. Kaupstaðirnir eiga að breiða sig út yfir land- ið í kring og hver húseigandi á að fá nokkuð land- rými svo hann geti ræktað bæði dálítinn túnblett og mat- jurtagarða í kringum sig. Kaupstaðirnir eiga að kaupa sem mest af landi í kringum sig, svo að þeir geti þanið sig út yfir það og gjört það að arðsamri og hollri eign í- , búa sinna í framtíðinni. Akureyrarbær hefur riðið á vað- ið, og það er þegar farið að koma ír ljós, hve íbúarnir eru fúsir á að rækta og hagnýta sér hið keypta land. Far er kominn vísir til sveitalífs í kaupstöðum, sem á að vaxa og verða mörgu fólki til góðs. í framtíðinni verð- ur vonandi hægt að nota rafmagn úr fossunum til að knýja sporvagna um göturnar til þess að greiða sam- göngurnar um þessa bæi, sem verða víðáttumiklir en langtum hollari enn nú tíðkast. Guðm. Hannesson hefur í mörg ár verið að hugsa . um endurbætur á húsakynnum íslenzkrar alþýðu, og hann hefur varið miklum tíma og fé til að gjöra stein- steyputilraunir og reyna að ráða fram úr því vanda- máli, hvernig gjöra megi ódýr, rakalaus og hlý hús, sem hver meðalskussinn gæti byggt sér sjálfur með dálítilli til- sögn. 2*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.