Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 21

Réttur - 01.07.1917, Page 21
23 Nýir straumar er frelsið víða meira í orði en á bórði. Áþjánin hefir að- eins tekið nýja mynd. Lögunum — hýðinu — hefir verið breytt, en eigi kjarnanum, sjálfri þjóðfélagsskipuninni. III. þekking er vald, og auður er afl. Hversu lýðfrjáls sem löndin eru, vérður þó valdið jafnan í höndum þeirra, sem auðinn eiga mestan og þekkinguna. Par, sem mentun er almenn, og auðnum jafnt skift, fáir eru fátækir og fáir ríkir — þar getur lýðveldi þrifist. En þegar auðvaldið eykst í höndum einstakra manna, en alþýðan lifir við sultarkjör, hlýtur höfðingjavaldið að taka völdin, jafnvel þó lögin séu hin sömu. Pannig fór á Grikklandi og í Róm, forð- um daga, enda leyfði aldarandinn þar fljótlega harðstjór- um og keisurum lögfestan sess. Menningu nútímans er að mörgu líkt farið og menn: ingu Rómverja á dögum Cæsars. Einstakir menn safna ógnar auði, og ná völdum yfir lögum og landsrétti. Peir lifa í'sællífi og eyðiieggja þrótt sinn og niðja sinna, með ofnautn og iðjuleysi. Þeir skapa stórvirki í verklegum framkvæmdutn, bókmentum, vísind- um og fögrum listum, svo að ljómann af menningu þeirra leggur til himins. Alþýðan lifir affur á móti við eymd og volæði og úr- kynjast af sulti og ofþreytu. Öll er menningin rotin; frelsið er fánýt auðvaldsgylling. Siðgæðið verður að sið- fágun. Fátæktin er almennust hjá »ríkushu þjóðunum. Rannig var þessu farið í Róm, og þessi er stefnan nú meðal stórþjóðanna. Fjöldi hugsandi manna hræðist það mest, að afdrif Norðurálfumenningarinnar muni verða hin sömu og hinnar grísk-rómversku, ef eigi sé að gert. Þeir hræðast það, að menningin hrörni og verði sem

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.