Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 23

Réttur - 01.07.1917, Page 23
Nýir straumar 25 hugsæi og samkend, breiðist um heiminn. (Selma Lager- löf, Kipling o. fl.) Trúarlífið hefir einnig orðið snortið af þessari samúð- aröldu. Nýja guðfræðin vill samrýma trúna nútímaþekk- ingu, og leggur mesta' áherzlu á eftirbreytni frelsarans. Ótal félög hafa verið stofnuð af trúuðu fólki til líknar- starfsemi, og aldrei hefir áður þekst jafnstórt bræðrafélag æskumanna, sem K. F. U. M. Utan við trúarsviðið eru að eflast ýms alþjóðafélög til líknar og jojóðheilla (t. d. Rauði krossinn og Templarar), og svo að segjaíhverju [D'orpi eru líknarfélög bágstaddra. En merkastar eru þó þær breytingar, sem orðið hafa í stjórnmálum og almennutn félagsmálum, og allar stefna í samúðar- og samvinnuáttina. Má þar nefna jarðskatts- menn (Georgista), Jafnaðarmenn (Sósíalista), Stjórnleys- ingja (Anarkista) og Samvinnufélaga (Co-operatista). Að visu beita þessar stefnur nokkuð mismunandi að- ferðum, reyna ýmsar leiðir, en allar göturnar eru þó sam- hliða — leiða að sama takmarki. Allir vilja þeir gera þekk- ingu og velmegun að almenningseign —með aukinni sam- úð og satnvinnu. Lifsskoðunin er hin sama, undirstaða kenninganna er bjartsýnið; trúin á félagsdygðirnar gerir þá alla að samherjum, og andstæðingum samkepnis- manna, sem telja eigingirnina aðal-einkunn mannsins, og byggja á hentii lífsskoðun sína. Stjórnleysingjar eru, ef til vill, bjartsýnastir, þar sem þeir hyggja að manneðlið sé svo gott, að allir mundu skipa sér í eðlilegan félagsskap, og lifa saman í eindrægni, óðar en valdokinu yrði létt af. Reir vilja byggja alt aö neðan, með frjálsum félagsskap. (afnaðarmenn vilja, aftur á móti, byggja a.lt að ofan, og láta ríkið vera upphaf alls. Jarðskattsmenn standa í raun og veru mitt milli þess- ara flokka. Reir vilja gera nokkurn liluta þjóðareignarinn- ar (jarðarleiguna) að ríkiseign; en láta hinn hlutann ó- háðan öllum lagahöftum og hömlum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.