Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 25

Réttur - 01.07.1917, Page 25
Nýir stranmar 27 frámsóknarmenn og ihaldsmenn, eða öðruin samsvarandi nöfnum. f;f vel er að gáð, berjast íhaldsflokkarnir oftast fyrir styrkingu ríkisvaldsins út á við, og þeim endurbótum, sem tryggja æðri stéttunum auðinn. Framsóknarmenn berjast aftur á móti, oftast, fyrir endurbótum á kjörum alþýðunnar, og styrking ríkisins inn á við. íhaldsmennirn- ir leggja mesta áherzluna á sterkan her og sterka og stóra rikisheild, en framsóknarmenn á sterka þjóð. Næg- ir í þessu efni að benda á hernaðarstefnu íhaldsflokkanna á Norðurlöndum, en þó sérstaklega á stjórnmáladeilur Englendinga fyrir ófriðinn. íhaldsflokkurinn þar hefir haldið fram rétti lávarðanna í efri málstofunni, barist fyr- ir aukningu hervaldsins, en á móti heimastjórn íra. Fram- sóknarflokkurinn hefir aftur á móti barist fyrir því, að auka vald alþýðunnar gegnum neðri málstofuna — leggja skattana á breiðu bökin, bæta mentun alþýðunnar, ná handa henni landi frá lávörðunum, veita henni ellistyrk og bæta kjör hennar á annan hátt. Öllu þessu hafa í- haldsmenn verið andvígir. Hér kemur' glögglega fram einstaklingshyggja hjá íhaldsmönnum, en samhygðar- stefna hjá framsóknarmönnum. — Svona er þessu háttað hjá öllum þjóðum í álfunni, um það geta menn sann- færst, ef menn lesa »útlendar fréttir« fyrir ófriðinn mikla með athygli. Ófriðurinn mikli sýnist, ef til vill, verá glæsilegt sigur- tákn einstaklingshyggjunnar. En hugsast getur, að þar séu aðeins fjörbrot hennar. Aldrei hafa þjóðirnar lært betur að »þoka sér saman«. Aldrei hafa kenningar sam- vinnumanna verið framkvæmdar meira í verkum. Og það er hinn glæsilegasti sigur samvinnustefnunnar, að and- stæðingarnir skuli framkvœma kenningar hennar, þegar i nauðir rckar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.