Réttur


Réttur - 01.07.1917, Side 28

Réttur - 01.07.1917, Side 28
30 Réttur hlýtur að verða barátta milli ólíkra lífsskoðana og ólfkra hagsmuna — barátta mi11 i hins nýja og gamla tíma, milli einstaklingshyggju og samvinnustefnu — framsóknar og afturhalds. Einstaklingshyggjan hefir verið, eins og eg gat um áð- ur, einvöld í stjórnmálundm. Samvinnustefnan er að ná tangarhaldi á hugum margra landsmanna. En í framtíð- inni munu þessar stefnur heyja einvígi á öllum sviðum sljórnmálanna. Skulum við nú líta á hin Tielztu þeirra, og gæta að líkunum til þessa. Skattamálin eru einna merkust allra löggjafarmála. Eins og nú stendur, eru skattar lagðir á eftir grimmustu og óhlífnustu einstaklingshyggju. Aðaltekjur landssjóðs, sýslu- félaga, presta og kirkna, eru nefskattar, sem leggj- ast jafnt á fátæka sem ríka. Vegagjöldin eru jöfn á fá- tækum sem ríkum. Sýslusjóðsgjöld og bjargráðasjóðs- gjaid munu víðast heimtuð inn sem nefskattur, enda er svo að sjá, sem lögin ætlist til þess. Vörutollur, kafíitollur og sykurtoliur — aðaltekjustofn- ar landssjóðs eru hreinir og beinir nejskattar, eða verra en það. Þeir hvíla þyngst á játœkum ómagamönnurn, einkum í kaupstöðum. Vörurnar, sem 'þeir hvíla á, eru hreinar og beinar nauðsynjavörur, sem engir neita sér um, hve mikið sem fátæktin kreppir að. Einhleypir eða fjölskyidufáir nurlarar sleppa lang léttast. En fram úr öllu hófi keyrir þó skattur hinnar »réttlátu« kirkju. — Tollarnir eru grímuklæddir nefskattar. En þing- ið lætur sér sæma að leggja á beinan kirkjuskatt, sem er jafn þungur á karlægum ómaga og fullhraustum miljóna- manni. — Óhugsandi er að allir verði framvegis sanimála um þetta jafnrétti. Samvinnumenn hljóta að krefjast þess, að skattarnir séu lagðir á gjaldþol manna, en eigi á ómegð þeirra. En ýmsir rnunu halda fram núverandi skattastefnu. Hér verður því háð hörð barátta milli íhalds og fram- sóknar, samúðar og sérhygðar. — Samvinnumennirnir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.