Réttur - 01.07.1917, Qupperneq 29
Nýir straumar
31
munu heimta að tollar séu afnumdir af öllum nauðsynja-
vörum, en hækkaðir mjög á öllum þeim vörum, sem all-
ir geta án verið, og mest eru keyptar af auðugu fólki
og eyðslusömu, svo sem tóbaki, allskonar sælgæti og á- ,
vöxtum, niðufsoðnum matvælum, gosdrykkjum, öli og
dýrum vefnaði.
En sérstaklega munu þeir leggja áherzluna á aukningu
beinu skattanna: Almennan jarðarskatt — vægan í byrj-
un -- og verðhækkunarskatt á öllum lóðum og jarðeign-
um, sem stíga í verði, án aðgerða eigendanna. Tekjuskatt
munu þeir vilja hækka, einkum á stóreignamönnum, en
þó jafnframt að gera hann almennari, sem skatt á öllu
lausafé manna, dauðu og lifandi.
Margar fleiri ieiðir væru hugsanlegar til tekjuauka, svo
sem útflutningsgjald sjávarafurða, eða einkasala á vissum
vörum, t. d. tóbaki. En þetta sýnir að hér er nógur skoð-
anamunur til flokkaskifta, og að líklegt er að menn skift-
ist í ftokka eítir lífsskoðunum.
SamgöHgumálin eru einhver hin mestu nauðsynjamál
þjóðarinnar. Nú fyrir skömmu hafa nokkrir atkvæðamenn
úr gömlu flokkunum stungið upp á járnbrautarlagningu,
sem líklega kostar 20 — 40 miljónir króna, en aðeins kœmi
einu landbúnaðarfélagi og einum kaupstað að notum. En
fyrir slíka fjárupphæð væri hægt að gera margar hafnar-
bætur, halda uppi vikulegu sambandi á sjó milli allra
meginhafna landsins innbyrðis og svo útlanda. Leggja
akfæravegi um flestar bygðir, kosta flóabáta með strönd-
um, og halda uppi vikulegum póstferðum frá höfnum.
Hvort á nú að sitja i fyrirrúmi, járnbrautin, sem að-
eins er gerð fyrir tvö héruð, eða samgöngur á sjó, ak-
vegir um alt land og vikulegar póstgöngur? — »Járn-
brautin,« hafa margir úr gömlu flokkunum svarað.
»Samgöngur á sjó og akvegir,« munu samvinnumenn
svara.
Einstaklingshyggjan hefir hvergi verið ríkari en í land-
búnaðarmálunum.