Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 30

Réttur - 01.07.1917, Síða 30
32 Réitur Pjóðjarðasalan ber þar glöggastan vottinn. Þinginu hefir eigi skilist, að svo mætti tryggja og bæta ábúð opin- berra eigna, að jafngóð væri eða betri en sjálfsábúð. Og nú er það alkunnugt orðið, að landið gefur árlega efn- uðum bændum marga tugi þúsunda undir yfirskyni kirkju- jarða- og þjóðjarðasölu. Um þetta geta menn sannfærst, ef menn bera saman söluverð opinberra eigna og annara jarða í héraði sínu. Jarðabótastyrknum er skift mest til efnaðra bænda (alt miðað við dagsverkatölu). Og fáir fátækir leiguliðar munu hafa fengið ræktunarsjóðslán eða verðlaun. Hér er aldrei litið á mismunandi nytsemi jarðabótanna, eða ólíkan hag vinnenda. Nýbylamálið hefir einnig verið á döfinni. En þinginu hefir varla dottið í hug að fjölga sjálfstæðum bændum, með sundurskifting stórjarða í jöjn býli, eða með nýbygð- um við vatnsveituengjar og í afdölum — heldur hefir það viljað skapa nýja öreigastétt, öðrum háða með at- vinnu og landsnytjar. Að þessu stefnir grasbýlamálið, ef vel er að gáð. En aldrei hefir verið reynt að koma því í framkvæmd. Bankamálin eru nátengd búnaðarmálunum, eins og öllum öðrum atvinnumálum. Undanfarin ár hefir lánsfé landsins verið mestmegnis í höndum kaupmanna og út- gerðarmanna. Bankarnir hafa eigi lánað bændum, nema með illu og okurkjörum (sbr. afföll veðdeildarbréfanna). Vegna fjárskorts hafa allar breytingar og frámfarir í land- búnaði hlotið að verða hægfara. — Stefnan í landbún- aðarmálum hefir verið afturhaldsstefna, mótuð af einstak- lingshyggju. — En nýi tíminn hlýtur að heimta meiri framsókn og jafnrétti. Samvinnumennirnir nýju munu krefjast þess, að hálf- gjöfum opinberra eigna linni, en erfðaábúð og fullrétti leiguliða komi í staðinn. F*eir munu krefjast þess að stærstu opinberar eignir séu boðnar til skifta í jafnbýli, óg styrknum til jarðabóta og ræktunarsjóðsvöxtunutn sé

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.