Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 33

Réttur - 01.07.1917, Page 33
Abúð og leiguliðaréttur. i. Ari bóndi á Skuggabjörgum kemur til fundar við forn- vin sinn, Bjarna á Vegamótum. Pegar þeir eru komnir inn í baðstofu og hafa spurzt almæltra tíðinda, fellur tal þeirra á þessa leið: Ari: Ég ætla ekki að hafa langan formála fyrir erindi mínu, kunningi. En ég er kominn til þess að leita ráða hjá þér í miklu vandræðamáli. Bjarni: Ég vildi óska, að þú færir þar ekki í geitar- hús að leita ullar. Hvað er þá þetta, sem gerir þig hnugginn og áhyggjufullan? Ari: Eins og þú manst ef til vill, hefi ég núna í vor búið á Skuggabjörgum allan minn búskap, eða í 20 ár. Ég hefi varið öllum mínum litlu kröftum og viti til þess að bæta jörðina, bæði að túni og engjuni, enda hefir hún batnað mikið í mínum höndum, þó ég segi sjálfur frá. Ég tók við henni í aumustu niðurníðslu. Túnið var ógirt og opið fyrir ágangi úr öllum áttum, og kargaþýft var það með óræktarflákum hér og þar fyrir ábúrðar- leysi, enda fékk ég ekki af því fyrsta árið meira en 40 hesta af töðu. Nú hefi ég fyrir löngu algirt túnið, slétt- að í því sjálfu 7 dagsláttur og bætt við það með ný- ræktun úr óræktarmóum 4 dagsláttum, sem nú eru renn- slétt tún í fullri rækt. Af öllu þessu fást nú í meðalári 170 hestar af töðu. Mýrarnar niður með ánni vóru, þegar 3*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.