Réttur - 01.07.1917, Page 38
40
Réttur
lausu mati yrði þá framyfir hinn upphaflega höfuðstól,
væri þln eign og einskis annars. Ef þú hefðir setið jörð-
ina eins og skussi og haldið henni í sömu niðurníðslu
fram á þennan dag, eins og hún var, þegar þú tókst við
henni, þá hefði þinn kröfuréttur enginn verið. En þá
hefði eiganda ekki heldur verið boðnar fyrir jörðina 4500
krónur. Og auk þess hefði með því móti leigan eftir
höfuðstólinn orðið stórum minni en raun varð á, því
hækkun á landskuld hefir hér verið gerð af því, að jörð-
in batnaði fyrir þinar aðgerðir og af engu öðru. Og
kröfur á þig um jarðabætur hafði jarðeigandi engar. Hér
var einungis samið um leigu á jörð gegn ákveðinni land-
skuld og með þessum gamla formála býst ég við, að
jörðinni væri »haldið í sæmilegu standi«. Ef þú hefðir
haldið jöröinni í sæmilegu standi, þ. e. a. s. sama standi,
þá hefði eigandi einskis getað krafið þig, nema álagsins,
sem þú tókst við. En nú, af því að þú hefir með dugn-
aði og hagsýni sjálfs þín margfaldað verðmæti jarðarinn-
ar (höfuðstólsins), þá heimtar jarðeigandi þetta sem sína
eign. Og veiztu á hvaða meginrökum hann og stéttar-
bræður hans þykjast byggja þessa kröfu? Pau eru þessi:
1. F*að er jörðin min, sem gefið hefir skilyrði til þessara
jarðabóta og verðgildishækkunar, sem af jarðabótunum
leiðir. Pú hefðir ekki getað gert neitt af þessum jarða-
bótum, lagsmaður, ef þú hefðir ekki haft til þess jörð-
ina. Og hún er mín eign. 2. Þú hefir gert jarðabæturn-
ar fyrir eiginn stundarhag. Pú hefir ekki gert þær til
þess að skapa með þeim erfðaeign handa afkomendum
þínum, heldur til þess að auka árlegar búskapartekjur
þínar. Við þær hafa búskapartekjurnar líka aukizt stór-
um og það svo, að jarðabæturnar hafa margborgað sig
og andvirði þeirra þannig runnið í þinn eigin vasa. —
Svona er nú rökfærslan og hún styðst óneitanlega við
gildandi skipulag og venjur. Pessir menn eru svo sem
ekki að fara með neitt, sem er gagnstætt lögum og við-
urkenndum rétti í landinu. Réttur þeirra í þessu efni er