Réttur - 01.07.1917, Side 39
41
Ábúð og Mguliðaréttur
fyllilega lögtryggður. Þess vegna er þér ekki við hjálp-
andi. — En lítum nú hins vegar á, hve haldgóð þessi
rök eru frá sjónarmiði réttlátrar hagskoðunar. Þá er að
snúa sér að fyrri röksemdinni. Setjum svo, að þú hefð-
ir í stað jarðarinnar tekið á leigu peninga hjá Davíð á
Sólheimum, upphæð, er svaraði til verðmætis jarðarinn-
ar, þegar þú tókst við henni. Petta peningalán tókstu til
fjögurra ára með umsömdum vöxtum og vilyrði um
framlengingu lánsins að þeim liðnum, ef hægt væri, al-
veg eins og með jörðina. Nú notuðust þessir peningar
þér svo vel á þessum fjórum árum fyrir ráðdeild og
hagsýni í athöfnum þínum, að hagur þinn stórbatnaði
þeirra vegna. Lánardrottinn þinn þurfti ekki á peningun-
um að halda, en varð að geta haldið þeim á vöxtum,
og með því að efnahagur þinn var góður, þá hafði hann
enga ástæðu til að skifta um, enda átti hann ekki kost
á hærri vöxtum hjá öðrum; þú varst jafnvel fús á að
greiða hærri vexti næstu fjögur ár í samræmi við al-
menna vaxtahækkun um þær mundir, hækkun, sem nam
þó tiltölulega litlu, af því að þetta vóru peningar. Svona
liðu 20 ár. Pá hafði lánsupphæðin þrefaldast f athöfn-
um þínum og fyrirtækjum fyrir utan vextina, sem guld-
ust eiganda á hverju ári. En nú stóð svo á, að lánar-
drottinn þurfti á fé sínu að halda og segir því upp lán-
inu með sanngjörnum fyrirvara. Hann veit vel um gróða
þinn af peningunum. En honum kemur ekki til hugar
að krefjast meira en hins upphaflega höfuðstóls. Sem
hans eign er höfuðstóllinn óbreyttur öll þessi ár, því
vextirnir af honum (árlegur arður eigandans) hefir runn-
ið skilvíslega í vasa þess, sem átti höfuðstólinn. En þú
heldur ágóða þínum óskertum óátalið af öllum mönn-
um. — Og hvaða munur er nú á því í þessu tilliti, að
höfuðstóllinn er land eða peningar? Landeigandi segir,
að jörðin sin hafi skapað möguleikana til jarðabóta leigu-
liðans, og því séu jarðabæturnar eign hennar eða jarðar-
eiganda. En á sama hátt hafa peningarnir sem lánsfé