Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 45

Réttur - 01.07.1917, Síða 45
Þjóðjarðasala og landleiga 47 ekki látin föl við fyrsta böð; hún hleypur ekki meðan, og getur hækkað í verði, þó eigandinn eða umráðand- inn geri ekkert fyrir hana. — það munu ýmsir hafa góða reynslu af þvi, sem hafa átt lóðir í kaupstöðum! Eins og áður er fram tekið, er það almenningshagur, að jarðaverð sé lágt, og það byggist á þeirri einföldu orsök, að það eru vanalega tíu um að kaupa eða taka á leigu, þar sem einn er um að selja eða leigja, ogjarð- eigendur geta því haft einokun á jörðinni, þareð hún er þess eðlis, að ekki verður við hana bætt. Það er sú ein- okun, sem hefir miljón-faldað lóðaverð í stórborgum, og þó jafnframt knúið fólk til að búa niðri í jörðinni og í 30 lofthæða húsum eða hærri. Alt að fáum árum má heita. að jarðaverð hafi verið hlutfallslega lágt hér á landi, ekki sízt, ef frá er skilið verð á lóðum í helztu kaupstöðum, og á jörðúm í kring- um þá. Að jarðaverð hefir haldist svo lágt í landbúnað- arsveitum, mun aðallega eiga rót sína að rekja til þess almenna vantrausts, sem hefir verið á íslenzkum land- búnaði, og meðal annars hefir komið fram í ragleika bankanna í því að lána fé gegn jarðarveðum, nema þá sem svaraði nokkrum hluta virðingarverðs þeirra. F*essi ragleiki er því torskildari, sem vitanlegt er, að virðingamenn jarða hafa hingaðtil farið mjög varlega í sakirnar yfirleitt. Hefir sú varkárni eigi lítið stuðlað að því, að haida jarðaverðinu niðri hér á landi. Pað skal ó- sagt látið, hvort þessi viðleitni virðingamannanna er sprottin af því, að þeir sjái hag almennings í því, að halda jarðaverðinu lágu, eða hinu, að þeir byggja á göml- um aðferðum, sem gefa þessa rtiðurstöðu, en hvort heldur er, þá er full ástæða til þess einmitt nú, að at- huga gaumgæfilega á hvaða grundvelli muni hgpgt að komast sem næst sannvirði jarða. Pað er fyrsta skilyrð- ið fyrir, að menn geti lagt réttlátan dóm á væntanleg störf fasteignamatsnefndanna. Auðvitað er það, að oftast hafa þeir menn viljað finna

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.